Hundruð manna fá ekki matargjafir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:49 Ekki verður hægt að fá mat hjá Mæðrastyrksnefnd næstu vikuna til að vernda sjálfboðaliða sem starfa hjá samtökunum. visir/vilhelm Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar og verður ekki með matargjafir á þriðjudag og miðvikudag eins og vaninn er. „Það koma tvö til þrjú hundruð manns á tveimur klukkutímum til okkar. Það er mikill fjöldi og nándin er mikil. Við verðum að verja sjálfboðaliðana sem útdeila matnum,“ segir Aðalheiður Frantzdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Þeir verst settu geta þó sett sig í samband nefndina. „Við þekkjum vel til fólksins okkar og það þekkir okkur vel. Þannig að það getur hringt í okkur og við sinnum því eftir þörfum.“ Aðalheiður segist vissulega hafa áhyggjur af þessum hópi sem þarf sannarlega á þessari aðstoð að halda og má ekki við því að missa af matargjöfum. En hún bætir við að hún hafi áhyggjur af þessum hópi allt árið um kring. Varðandi næstu vikuna vonar hún að hið opinbera sinni fólkinu. „Félagsþjónusta Reykjavíkur hlýtur að grípa til sinna ráða. Neyðarþjónustan er ekki og á ekki að vera framfærsla fólks,“ segir Aðalheiður. Metið verður í næstu viku hvort lokað verði áfram hjá Mæðrastyrksnefnd. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar og verður ekki með matargjafir á þriðjudag og miðvikudag eins og vaninn er. „Það koma tvö til þrjú hundruð manns á tveimur klukkutímum til okkar. Það er mikill fjöldi og nándin er mikil. Við verðum að verja sjálfboðaliðana sem útdeila matnum,“ segir Aðalheiður Frantzdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Þeir verst settu geta þó sett sig í samband nefndina. „Við þekkjum vel til fólksins okkar og það þekkir okkur vel. Þannig að það getur hringt í okkur og við sinnum því eftir þörfum.“ Aðalheiður segist vissulega hafa áhyggjur af þessum hópi sem þarf sannarlega á þessari aðstoð að halda og má ekki við því að missa af matargjöfum. En hún bætir við að hún hafi áhyggjur af þessum hópi allt árið um kring. Varðandi næstu vikuna vonar hún að hið opinbera sinni fólkinu. „Félagsþjónusta Reykjavíkur hlýtur að grípa til sinna ráða. Neyðarþjónustan er ekki og á ekki að vera framfærsla fólks,“ segir Aðalheiður. Metið verður í næstu viku hvort lokað verði áfram hjá Mæðrastyrksnefnd.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira