Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 12:53 Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið sé að vinna að aðgerðum innan ráðuneytisins varðandi vinnumarkaðsúrræði og fleira. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurnum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindu þingmenn sjónum sínum að hinum ýmsu áhrifum veirunnar á samfélagið. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sagði ljóst að faraldurinn myndi koma til með að bitna einna verst á tekjulægstu hópunum. Nefndi hún þar að matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar hefði verið hætt vegna smithættu og hvergi væri að finna svör í viðbragðsáætlunum Almannavarna um hvernig ætti að koma til móts við fólk í mikilli fátækt. „Ég sakna þess á undanförnum dögum að heyra forsætisráðherra ræða það hvernig ríkisstjórn hennar ætlar að tryggja að COVID-19 muni ekki hafa alvarleg áhrif á þá sem búa við fátækt í samfélaginu, enda er það einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins,“ sagði Halldóra.Frá þinginu í dag.Vísir/vilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi einnig sjónum sínum að viðkvæmustu hópum samfélagsins og spurði hvert fólk sem gæti sér enga björg veitt ætti að leita. Sumir væru í þeirri stöðu að vera veikir, í sóttkví eða hefðu þurft að treysta á matarúthlutanir sem hefðu verið stöðvaðar. „Er það núna þannig að einhver verði heima og það verði ekki einu sinni vatnsflaska eða lýsisflaska í ísskápnum?“ Ásmundur sagði þetta vera eitt af þeim verkefnum sem væru á borði ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar. Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag gætu orðið margvísleg og viðbrögð við þeim væru komin í ákveðinn farveg. „Við munum vonandi fá frumvarp í þingið vonandi í lok þessarar viku um laun í sóttkví, þannig það eru aðgerðir til að mynda gagnvart þeim sem þurfa atvinnuúrræði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og mögulegt er og við treystum á gott samstarf við þingið og velferðarnefnd ef að til þurfa að koma einhverjar lagabreytingar eða mál hér inn í þingið.“ „Við vitum um mikilvægi þeirrar starfsemi sem er hjá Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinum og fleiri,“ sagði Ásmundur og þakkaði þingmönnum fyrir brýninguna. Alþingi Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið sé að vinna að aðgerðum innan ráðuneytisins varðandi vinnumarkaðsúrræði og fleira. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurnum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindu þingmenn sjónum sínum að hinum ýmsu áhrifum veirunnar á samfélagið. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata sagði ljóst að faraldurinn myndi koma til með að bitna einna verst á tekjulægstu hópunum. Nefndi hún þar að matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar hefði verið hætt vegna smithættu og hvergi væri að finna svör í viðbragðsáætlunum Almannavarna um hvernig ætti að koma til móts við fólk í mikilli fátækt. „Ég sakna þess á undanförnum dögum að heyra forsætisráðherra ræða það hvernig ríkisstjórn hennar ætlar að tryggja að COVID-19 muni ekki hafa alvarleg áhrif á þá sem búa við fátækt í samfélaginu, enda er það einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins,“ sagði Halldóra.Frá þinginu í dag.Vísir/vilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins beindi einnig sjónum sínum að viðkvæmustu hópum samfélagsins og spurði hvert fólk sem gæti sér enga björg veitt ætti að leita. Sumir væru í þeirri stöðu að vera veikir, í sóttkví eða hefðu þurft að treysta á matarúthlutanir sem hefðu verið stöðvaðar. „Er það núna þannig að einhver verði heima og það verði ekki einu sinni vatnsflaska eða lýsisflaska í ísskápnum?“ Ásmundur sagði þetta vera eitt af þeim verkefnum sem væru á borði ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar. Áhrif COVID-19 á íslenskt samfélag gætu orðið margvísleg og viðbrögð við þeim væru komin í ákveðinn farveg. „Við munum vonandi fá frumvarp í þingið vonandi í lok þessarar viku um laun í sóttkví, þannig það eru aðgerðir til að mynda gagnvart þeim sem þurfa atvinnuúrræði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Við erum að reyna að vinna þetta eins hratt og mögulegt er og við treystum á gott samstarf við þingið og velferðarnefnd ef að til þurfa að koma einhverjar lagabreytingar eða mál hér inn í þingið.“ „Við vitum um mikilvægi þeirrar starfsemi sem er hjá Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinum og fleiri,“ sagði Ásmundur og þakkaði þingmönnum fyrir brýninguna.
Alþingi Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01