Segir reykingafólk standa höllum fæti andspænis kórónuveirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 08:37 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11
Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55