Skólahaldi aflýst í Madríd Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 07:02 Veggspjald um veiruna á La tienda del Espia verslun í Madríd. Verslunin markaðssetur kórónaveiruvín, handa þeim sem ekki eru smituð af veirunni. Hverri flösku fylgir andlitsgríma. Getty/SOPA Images Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira