Ekkert áhorfendabann á Íslandi en fleiri fundir framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 08:00 Frá fundinum í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir málin með fulltrúum sérsambanda. Mynd/Heimasíða Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og sérsamböndin vinna náið með heilbrigðisyfirvöldum í baráttunni við Covid-19 veiruna og héldu stóran fund í gær en niðurstöður hans koma fram á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ítalir hafa bannað alla íþróttaviðburði hjá sér í mánuð, það er áhofendabann í Danmörk og fleiri Evrópulönd hafa sett fjöldatakmarkanir á viðburði. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið mjög fast á málum hér á landi eftir að upp komu mörg smit en það er ekki enn komið að því að fylgja fordæmi Dana.Það var skrýtið að sjá stórleik í ítölsku deildinni fara fram fyrir luktum dyrum. Þessi mynd er tekin skömmu fyrir leik Juventus og Inter.Getty/Filippo AlferoÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins. Þórólfur Guðnason greindi frá því að náið er fylgst með upplýsingum sem berast erlendis frá og embættið er í samstarfi við önnur lönd. „Þá er fylgst grannt með þróun og útbreiðslu hér á landi. Þó að búið sé að lýsa yfir neyðarstigi á Íslandi þá hefur ekki verið gripið til þess úrræðis að banna samkomur. Fulltrúar embættis landlæknis og almannavarna leggja því ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þar kemur líka fram að fulltrúar ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ hafa komið sér upp samráðsvettvangi sem mun funda reglulega og fylgjast með framvindu mála. Einnig er fyrirhugað að funda með fulltrúum almannavarna með reglubundnum hætti. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og sérsamböndin vinna náið með heilbrigðisyfirvöldum í baráttunni við Covid-19 veiruna og héldu stóran fund í gær en niðurstöður hans koma fram á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ítalir hafa bannað alla íþróttaviðburði hjá sér í mánuð, það er áhofendabann í Danmörk og fleiri Evrópulönd hafa sett fjöldatakmarkanir á viðburði. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið mjög fast á málum hér á landi eftir að upp komu mörg smit en það er ekki enn komið að því að fylgja fordæmi Dana.Það var skrýtið að sjá stórleik í ítölsku deildinni fara fram fyrir luktum dyrum. Þessi mynd er tekin skömmu fyrir leik Juventus og Inter.Getty/Filippo AlferoÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins. Þórólfur Guðnason greindi frá því að náið er fylgst með upplýsingum sem berast erlendis frá og embættið er í samstarfi við önnur lönd. „Þá er fylgst grannt með þróun og útbreiðslu hér á landi. Þó að búið sé að lýsa yfir neyðarstigi á Íslandi þá hefur ekki verið gripið til þess úrræðis að banna samkomur. Fulltrúar embættis landlæknis og almannavarna leggja því ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þar kemur líka fram að fulltrúar ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ hafa komið sér upp samráðsvettvangi sem mun funda reglulega og fylgjast með framvindu mála. Einnig er fyrirhugað að funda með fulltrúum almannavarna með reglubundnum hætti.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira