Stöðvum launaþjófnað Drífa Snædal skrifar 21. ágúst 2020 10:00 Formaður Samtaka atvinnulífsins tekur sér mikið skáldaleyfi í grein sinni í Fréttablaðinu, 19. ágúst sl. og vænir ASÍ um að standa í vegi fyrir því að böndum sé komið á launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði og hann upprættur. Í greininni fullyrðir formaðurinn að vinna við frumvarp um aðgerðir gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi tafist vegna stefnubreytingar af hálfu ASÍ „sem lagði stein í götu frumvarpsins“. Þarna er formaðurinn að vísa til kröfu ASÍ um að atvinnurekendur sem stunda launaþjófnað þurfi ekki eingöngu að greiða starfsmönnum launin sem stolið var heldur bæta þeim skaðann sem þeir urðu fyrir. Tillaga ASÍ er að höfuðstóll launakröfunnar tvöfaldist og að þannig sé lagt févíti á launaþjófinn. Þessi krafa ASÍ hefur legið fyrir lengi og var sett formlega fram árið 2018 í starfshópi félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem bæði ASÍ og SA áttu aðild að. Málið fékkst ekki útrætt og það virðist standa eitthvað í fulltrúum atvinnurekenda að tryggja að viðurlög fylgi brotum. Hins vegar er fjallað um þennan þátt í skýrslu starfshópsins, en þar segir: „Ekki náðist að ræða að neinu marki tillögur Alþýðusambands Íslands sem miða að því að þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaþjófnaði sé bættur skaðinn með hlutlægri bótareglu. Jafnframt verði skoðað að slík mál fái sérstakan forgang í réttarkerfinu.“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við Lífskjarasamninginn byggir að hluta til á skýrslu þessa samstarfshóps og þar segir líka: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“ Tillögur ASÍ hafa staðið óbreyttar um nokkurn tíma og það ætti formanni SA að vera fullkunnugt um, að því gefnu að talsamband sé milli hans og starfsfólks samtakanna. Það er skoðun ASÍ að beiting hlutlægrar bótareglu eða févítis í baráttunni við launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði geti skipt sköpum við að stöðva óásættanlega framgöngu atvinnurekenda í samskiptum við launafólk. Slík regla muni draga úr brotastarfsemi og tryggja betur réttindi og stöðu þess launafólks sem verður fyrir launaþjófnaði og gera vinnumarkaðinn heilbrigðari. Um kröfu ASÍ hefur ekki fengist nein efnisleg umræða við Samtök atvinnulífsins þrátt fyrir ítrekaðar óskir Alþýðusambandsins. SA hefur ekki komið fram með efnisleg rök gegn tillögum ASÍ og satt að segja ekkert innlegg í þessa umræðu annað en að drepa henni á dreif, eins og formaðurinn gerir í grein sinni í Fréttablaðinu. Eftir stendur krafa ASÍ um að leitað verði allra leiða til að stöðva launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Þar mættu fleiri koma að. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins tekur sér mikið skáldaleyfi í grein sinni í Fréttablaðinu, 19. ágúst sl. og vænir ASÍ um að standa í vegi fyrir því að böndum sé komið á launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði og hann upprættur. Í greininni fullyrðir formaðurinn að vinna við frumvarp um aðgerðir gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi tafist vegna stefnubreytingar af hálfu ASÍ „sem lagði stein í götu frumvarpsins“. Þarna er formaðurinn að vísa til kröfu ASÍ um að atvinnurekendur sem stunda launaþjófnað þurfi ekki eingöngu að greiða starfsmönnum launin sem stolið var heldur bæta þeim skaðann sem þeir urðu fyrir. Tillaga ASÍ er að höfuðstóll launakröfunnar tvöfaldist og að þannig sé lagt févíti á launaþjófinn. Þessi krafa ASÍ hefur legið fyrir lengi og var sett formlega fram árið 2018 í starfshópi félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem bæði ASÍ og SA áttu aðild að. Málið fékkst ekki útrætt og það virðist standa eitthvað í fulltrúum atvinnurekenda að tryggja að viðurlög fylgi brotum. Hins vegar er fjallað um þennan þátt í skýrslu starfshópsins, en þar segir: „Ekki náðist að ræða að neinu marki tillögur Alþýðusambands Íslands sem miða að því að þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaþjófnaði sé bættur skaðinn með hlutlægri bótareglu. Jafnframt verði skoðað að slík mál fái sérstakan forgang í réttarkerfinu.“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við Lífskjarasamninginn byggir að hluta til á skýrslu þessa samstarfshóps og þar segir líka: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“ Tillögur ASÍ hafa staðið óbreyttar um nokkurn tíma og það ætti formanni SA að vera fullkunnugt um, að því gefnu að talsamband sé milli hans og starfsfólks samtakanna. Það er skoðun ASÍ að beiting hlutlægrar bótareglu eða févítis í baráttunni við launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði geti skipt sköpum við að stöðva óásættanlega framgöngu atvinnurekenda í samskiptum við launafólk. Slík regla muni draga úr brotastarfsemi og tryggja betur réttindi og stöðu þess launafólks sem verður fyrir launaþjófnaði og gera vinnumarkaðinn heilbrigðari. Um kröfu ASÍ hefur ekki fengist nein efnisleg umræða við Samtök atvinnulífsins þrátt fyrir ítrekaðar óskir Alþýðusambandsins. SA hefur ekki komið fram með efnisleg rök gegn tillögum ASÍ og satt að segja ekkert innlegg í þessa umræðu annað en að drepa henni á dreif, eins og formaðurinn gerir í grein sinni í Fréttablaðinu. Eftir stendur krafa ASÍ um að leitað verði allra leiða til að stöðva launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Þar mættu fleiri koma að. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun