Eurogym frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. mars 2020 09:45 5000 manna fimleikahátíð frestað. Facebook/Stjarnan Stjórn Fimleikasambands Íslands og Evrópska fimleikasambandsins hafa tekið ákvörun um að fresta Eurogym fimleikahátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlímánuði næstkomandi. Er ákvörðunin tekin í ljósi ástandsins vegna Covid-19. Í tilkynningu Fimleikasambands Íslands segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hátíðin hefði orðið stærsti íþróttaviðburður á landinu, þar sem 5000 ungmenni stefndu á að sýna fimleika víðs vegar um Reykjavíkurborg, ásamt því að taka þátt í vinnubúðum og fræðsluviðburðum. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að fresta þessari hátíð nú þegar undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. En það er ekkert annað hægt að gera í núverandi stöðu þar sem velferð þátttakanda og sjálfboðaliða verður að vera í fyrirrúmi,“ segir Halla Karí Hjaltested , viðburðastjóri Eurogym. Eurogym 2020 er fimleikahátíð fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára frá Evrópu sem eiga það sameiginlegt að finnast fimleikar skemmtileg íþrótt. Áhersla hátíðarinnar er þátttaka, gleði og fræðsla. En eitt af aðalmarkmiðum Fimleikasambandsins er að þjónusta öll börn, líka þau sem vilja aðrar áherslur en keppni. Halla Karí segir ljóst að tjónið sem hljótist af því að fresta hátíðinni sé töluvert. „Þá er ég að vísa til bæði beinna og óbeinna áhrifa,“ segir Halla Karí og bendir á að auk Fimleikasambandsins verði ferðaþjónustan og fyrirtæki í viðburðarhaldi fyrir töluverðu höggi. Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu og verður hún tilkynnt í lok apríl. Lögð er rík áhersla á að finna dagsetningu sem fyrst, til að tryggja þátttöku þeirra sem nú þegar hafa skráð sig og þeirra 2000 foreldra sem von var á að fylgdu þátttakendum á hátíðina Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands og Evrópska fimleikasambandsins hafa tekið ákvörun um að fresta Eurogym fimleikahátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlímánuði næstkomandi. Er ákvörðunin tekin í ljósi ástandsins vegna Covid-19. Í tilkynningu Fimleikasambands Íslands segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hátíðin hefði orðið stærsti íþróttaviðburður á landinu, þar sem 5000 ungmenni stefndu á að sýna fimleika víðs vegar um Reykjavíkurborg, ásamt því að taka þátt í vinnubúðum og fræðsluviðburðum. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að fresta þessari hátíð nú þegar undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. En það er ekkert annað hægt að gera í núverandi stöðu þar sem velferð þátttakanda og sjálfboðaliða verður að vera í fyrirrúmi,“ segir Halla Karí Hjaltested , viðburðastjóri Eurogym. Eurogym 2020 er fimleikahátíð fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára frá Evrópu sem eiga það sameiginlegt að finnast fimleikar skemmtileg íþrótt. Áhersla hátíðarinnar er þátttaka, gleði og fræðsla. En eitt af aðalmarkmiðum Fimleikasambandsins er að þjónusta öll börn, líka þau sem vilja aðrar áherslur en keppni. Halla Karí segir ljóst að tjónið sem hljótist af því að fresta hátíðinni sé töluvert. „Þá er ég að vísa til bæði beinna og óbeinna áhrifa,“ segir Halla Karí og bendir á að auk Fimleikasambandsins verði ferðaþjónustan og fyrirtæki í viðburðarhaldi fyrir töluverðu höggi. Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu og verður hún tilkynnt í lok apríl. Lögð er rík áhersla á að finna dagsetningu sem fyrst, til að tryggja þátttöku þeirra sem nú þegar hafa skráð sig og þeirra 2000 foreldra sem von var á að fylgdu þátttakendum á hátíðina
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira