Covid 19 deild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2020 12:15 Fimm rúm eru á nýju deildinni á sjúkrahúsinu á Selfossi, sem var komið upp vegna Kórónuveirunnar. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sérstök deild hefur verið opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi fyrir þá sem veikjast mikið af Covid 19 veirunni. Mikið álag er á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna veikinnar en tveir starfsmenn hafa greinst með smit og nokkrir eru í sóttkví. Níu heilsugæslustöðvar, tvö sjúkrahús og tvær sjúkradeildir, auk sjúkraflutninga eru starfandi á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hjá stofnuninni vinna 550 manns. Mikið álag er á öllum vegna Covid 19 veirunnar og nú hefur verið opnuð sérstök lokuð deild á sjúkrahúsinu fyrir allt sem við kemur veirunni. „Við settum þessa deild upp í gær, sem varúðarráðstöfun. Núna er það þannig að allir, sem veikjast og eru í meðferð leggjast inn á Landsspítalann en þetta er meira hjá okkur að hafa deildina ef að illa fer og við þurfum að taka á við sjúklingum, það yrði kannski ófært og við kæmum þeim ekki inn á Landsspítala. Á deildinni er líka verið að undirbúa vinnuna fyrir sýnatöku og annað“, segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Pláss er fyrir fimm sjúklinga á deildinni.Tveir starfsmenn stofnunarinnar, sem starfa á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru smitaðir og nokkrir komnir í sóttkví.Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en hún tók við starfinu 1. október síðastliðinn.EinkasafnDíana segir mikið álag á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum vegna Covid 19 veirunnar. Sjálf hefur hún fengið eldskírn því hún er ný tekin við starfi forstjóra stofnunarinnar. „Já, þetta er pakki til að takast á við, ekki bara hjá mér heldur í öllum heilbrigðisgeiranum. Mér líst nú þannig á þetta að það ríkir óvissuástand, við vitum í sjálfum sér ekki hvað bíður okkar. En við höfum bara gert ráðstafanir og við fylgjum tilmælum sóttvarnarlæknis. Ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýn og ég veit það það birtir til aftur,“ segir Díana. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Sérstök deild hefur verið opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi fyrir þá sem veikjast mikið af Covid 19 veirunni. Mikið álag er á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna veikinnar en tveir starfsmenn hafa greinst með smit og nokkrir eru í sóttkví. Níu heilsugæslustöðvar, tvö sjúkrahús og tvær sjúkradeildir, auk sjúkraflutninga eru starfandi á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hjá stofnuninni vinna 550 manns. Mikið álag er á öllum vegna Covid 19 veirunnar og nú hefur verið opnuð sérstök lokuð deild á sjúkrahúsinu fyrir allt sem við kemur veirunni. „Við settum þessa deild upp í gær, sem varúðarráðstöfun. Núna er það þannig að allir, sem veikjast og eru í meðferð leggjast inn á Landsspítalann en þetta er meira hjá okkur að hafa deildina ef að illa fer og við þurfum að taka á við sjúklingum, það yrði kannski ófært og við kæmum þeim ekki inn á Landsspítala. Á deildinni er líka verið að undirbúa vinnuna fyrir sýnatöku og annað“, segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Pláss er fyrir fimm sjúklinga á deildinni.Tveir starfsmenn stofnunarinnar, sem starfa á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru smitaðir og nokkrir komnir í sóttkví.Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en hún tók við starfinu 1. október síðastliðinn.EinkasafnDíana segir mikið álag á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum vegna Covid 19 veirunnar. Sjálf hefur hún fengið eldskírn því hún er ný tekin við starfi forstjóra stofnunarinnar. „Já, þetta er pakki til að takast á við, ekki bara hjá mér heldur í öllum heilbrigðisgeiranum. Mér líst nú þannig á þetta að það ríkir óvissuástand, við vitum í sjálfum sér ekki hvað bíður okkar. En við höfum bara gert ráðstafanir og við fylgjum tilmælum sóttvarnarlæknis. Ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýn og ég veit það það birtir til aftur,“ segir Díana.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira