Vilja að hætt sé við HM í handbolta Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2020 15:58 Ísland varð í 11. sæti á síðasta heimsmeistaramóti í handbolta, árið 2019. vísir/epa Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM karla í handbolta sem fara á fram í Egyptalandi í janúar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að mótið fari fram, á tímum kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn þýsku handknattleiksfélaganna Kiel og Flensburg hafa kallað eftir því að HM verði aflýst. „Við höfum ekkert á móti Egyptalandi en leikmenn þyrftu væntanlega að fara í 14 daga sóttkví eftir mótið. Það er ekkert vit í þessu,“ sagði Marc Weinstock stjórnarformaður Kiel við Sport-Bild. Boy Meesenburg hjá Flensburg tók í svipaðan streng. „Egyptaland er kannski ekki beint þekkt fyrir mesta hreinlæti í heiminum,“ lét Meesenburg hafa eftir sér. Þeir Weinstock vilja auk þess að upphafi keppnistímabilsins í Þýskalandi verði frestað frá byrjun október og fram í byrjun janúar. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín og varaformaður þýska handknattleikssambandsins, gagnrýnir kröfurnar um aflýsingu HM harðlega í viðtali við Sport1. „Í hreinskilni sagt finnst mér það fordómafullt að ætla að neita landi eins og Egyptalandi að halda HM með þessum hætti. Ég er viss um að Egyptarnir eru ekki síður til þess færir en Þjóðverjar að uppfylla kröfur um hreinlæti. Mér finnst í raun sorglegt að einhver skuli tala svona,“ sagði Hanning og vísaði sérstaklega til ummæla Meesenburg. „Menn verða að hugsa um hvað þessar kröfur þýða fyrir þýskan handbolta. Landsliðið er algjör drifkraftur fyrir okkar íþrótt. Við náum til 10 milljóna áhorfenda með heimsmeistara- og Evrópumótum, og félagsliðin græða á því að landsliðinu gangi vel,“ sagði Hanning. HM 2021 í handbolta Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37 Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM karla í handbolta sem fara á fram í Egyptalandi í janúar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að mótið fari fram, á tímum kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn þýsku handknattleiksfélaganna Kiel og Flensburg hafa kallað eftir því að HM verði aflýst. „Við höfum ekkert á móti Egyptalandi en leikmenn þyrftu væntanlega að fara í 14 daga sóttkví eftir mótið. Það er ekkert vit í þessu,“ sagði Marc Weinstock stjórnarformaður Kiel við Sport-Bild. Boy Meesenburg hjá Flensburg tók í svipaðan streng. „Egyptaland er kannski ekki beint þekkt fyrir mesta hreinlæti í heiminum,“ lét Meesenburg hafa eftir sér. Þeir Weinstock vilja auk þess að upphafi keppnistímabilsins í Þýskalandi verði frestað frá byrjun október og fram í byrjun janúar. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín og varaformaður þýska handknattleikssambandsins, gagnrýnir kröfurnar um aflýsingu HM harðlega í viðtali við Sport1. „Í hreinskilni sagt finnst mér það fordómafullt að ætla að neita landi eins og Egyptalandi að halda HM með þessum hætti. Ég er viss um að Egyptarnir eru ekki síður til þess færir en Þjóðverjar að uppfylla kröfur um hreinlæti. Mér finnst í raun sorglegt að einhver skuli tala svona,“ sagði Hanning og vísaði sérstaklega til ummæla Meesenburg. „Menn verða að hugsa um hvað þessar kröfur þýða fyrir þýskan handbolta. Landsliðið er algjör drifkraftur fyrir okkar íþrótt. Við náum til 10 milljóna áhorfenda með heimsmeistara- og Evrópumótum, og félagsliðin græða á því að landsliðinu gangi vel,“ sagði Hanning.
HM 2021 í handbolta Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37 Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37
Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21