Ráð til laxveiða í glampandi sól Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2020 08:56 Það er oft betra að hvíla ánna þegar það er glampandi só og steikjandi hiti. Fara frekar aðeins seinna út í á. Veðurspá dagsins í dag er ekki alveg það sem laxveiðimenn vilja sjá en það er spáð glampandi sól og blíðu um nánast allt land. Lax er ekkert rosalega tökuglaður við þessi skilyrði og þá er oft spurt hvað er til ráða? Þetta ráð sem hér kemur á ekki alltaf við, til dæmis í Elliðaánum þar sem dregið er um svæði og það er ansi stutt stopp á bestu veiðistöðunum. Þetta á heldur ekki alltaf við í þeim ám sem eru mjög vatnsmiklar en þó oft. Í það minnsta er þetta ekki óþekkt að ágústmánuður verði mjög sólríkur eftir aðeins sýnishorn af sumri mestan part júlí og þegar aðstæðurnar eru þannig er eitt sem við mælum með að gera. Farðu út seinna og hvíldu ánna betur. Já, þetta er svo einfalt. Ef hollið í samráði við staðarhaldara getur komist að samkomulagi um að veiðitíminn verði 16:00 til 22:00 þá er það strax til bóta þannig að það sé ekki verið að berja á sólarbökuðum laxinum. Til að auka líkurnar enn frekar á að seinni vaktinn verði góð, ekki fara út í á fyrr en í fyrsta lagi milli 17:00 og 18:00 og þá verður líklega að breyta svæðaskiptingum ef kostur er á eða í það minnsta tímanum á hverju svæði. Það sem þetta gerir jákvætt er að allt brölt á bakkanum í glampandi sól styggir oft fiskinn bara meira og hann leggst dýpra í hyljina, þá verður bara erfiðara að reyna fá hann í flugurnar þegar skilyrðin verða loksins góð. Ef þú hvílir ánna þangað til sólin verður lægra á lofti ertu bæði búinn að hvíla ánna betur, ekki að berja á laxi sem er hvort sem er meira og minna blindaður af sól og í sannleika sagt eru líkurnar á töku í algjörri sólarblíðu í meðalánni ekkert rosalega miklar en auðvitað eru alltaf til undantekningar. Okkur datt bara í hug þegar veðurspá dagsins í dag var skoðuð að benda ykkur á þetta sem er gert í mörgum ám þegar svona viðrar og það eina sem gerist yfirleitt er að seinni vaktinn veiðir bara betur þegar veiðimenn fara seinna út, það er bara yfirleitt þannig. Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Veðurspá dagsins í dag er ekki alveg það sem laxveiðimenn vilja sjá en það er spáð glampandi sól og blíðu um nánast allt land. Lax er ekkert rosalega tökuglaður við þessi skilyrði og þá er oft spurt hvað er til ráða? Þetta ráð sem hér kemur á ekki alltaf við, til dæmis í Elliðaánum þar sem dregið er um svæði og það er ansi stutt stopp á bestu veiðistöðunum. Þetta á heldur ekki alltaf við í þeim ám sem eru mjög vatnsmiklar en þó oft. Í það minnsta er þetta ekki óþekkt að ágústmánuður verði mjög sólríkur eftir aðeins sýnishorn af sumri mestan part júlí og þegar aðstæðurnar eru þannig er eitt sem við mælum með að gera. Farðu út seinna og hvíldu ánna betur. Já, þetta er svo einfalt. Ef hollið í samráði við staðarhaldara getur komist að samkomulagi um að veiðitíminn verði 16:00 til 22:00 þá er það strax til bóta þannig að það sé ekki verið að berja á sólarbökuðum laxinum. Til að auka líkurnar enn frekar á að seinni vaktinn verði góð, ekki fara út í á fyrr en í fyrsta lagi milli 17:00 og 18:00 og þá verður líklega að breyta svæðaskiptingum ef kostur er á eða í það minnsta tímanum á hverju svæði. Það sem þetta gerir jákvætt er að allt brölt á bakkanum í glampandi sól styggir oft fiskinn bara meira og hann leggst dýpra í hyljina, þá verður bara erfiðara að reyna fá hann í flugurnar þegar skilyrðin verða loksins góð. Ef þú hvílir ánna þangað til sólin verður lægra á lofti ertu bæði búinn að hvíla ánna betur, ekki að berja á laxi sem er hvort sem er meira og minna blindaður af sól og í sannleika sagt eru líkurnar á töku í algjörri sólarblíðu í meðalánni ekkert rosalega miklar en auðvitað eru alltaf til undantekningar. Okkur datt bara í hug þegar veðurspá dagsins í dag var skoðuð að benda ykkur á þetta sem er gert í mörgum ám þegar svona viðrar og það eina sem gerist yfirleitt er að seinni vaktinn veiðir bara betur þegar veiðimenn fara seinna út, það er bara yfirleitt þannig.
Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði