Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 10:39 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59