Fyrst kom virknin fram í prófunum á útgáfu 13.4 af iOS sem kom svo út í febrúar á þessu ári. En virðist ekki hafa verið hluti af endanlegri útgáfu.
Virknin mun lýsa sér þannig að notendur nýti sér NFC (near-field communication) eða nálægðarsamskipti. Þá skynjar bíllinn símann og notendur geta þá notað símann sinn sem bíllykil. Það er þá hægt að velja hvort notuð er andlitsgreining eða lykilorð til að virkja lykilinn.
Hversu mikil drægni ætli verði í Apple CarKey, ætli það virki að bera símann að höfði sér?
Þá væri til dæmis hægt að veita einskiptis aðgang að skotti bílsins og svo framvegis. Nákvæmt yfirlit yfir virknina verður þó ekki fáanlegt fyrr en endanleg útgáfa af iOS 14 kemur út sem verður samkvæmt nýjustu heimildum í kringum miðjan september.