Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 12:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að eitt prósent Íslendinga séu smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem reyndust sýktir voru þó einkennalausir. Greint var frá fyrstu niðurstöðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þær vera jákvæðar fréttir, þar sem þær bentu til þess að aðgerðir stjórnvalda væru að skila árangri. Þetta væri vísbending um að vel gengi að halda smitinu í skefjum. Sjá einnig: Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1.049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. Á laugardag höfðu um tólf þúsund manns boðað sig í skimun fyrir veirunni. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef.“ Kári segir að stefnt sé að því að hafa náð að skima um fimmtán hundruð sýni í lok dagsins. Niðurstöðurnar úr þessum 700 sýnum sem hafa verið skimuð benda til þess að tæplega eitt prósent sé smitað af kórónuveirunni. „Helmingur þeirra, í það minnsta, eru einstaklingar sem voru að koma frá útlöndum; frá Hollandi, Englandi, Póllandi,“ segir Kári. „Þetta þýðir það að þetta er ekki orðinn faraldur sem er búinn að hafa áhrif á stóran hluta þjóðarinnar. Það þýðir að það ætti að vera hægt að halda þessu í skefjum með sóttkví og ég reikna með því að sóttvarnalæknir sé með þá áætlun að halda því áfram um hríð.“ Kári segir málið skýrast enn betur undir lok dagsins. Þá verði heildarmyndin orðin skýrari. „Þá verðum við komin með fimmtán hundruð manns sem er búið að skima. Það gefur okkur ábyggilegri niðurstöður en þessi fyrsti sjö hundruð,“ segir Kári. Búið er að raðgreina tvö jákvæð sýni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að annar þeirra smitaðist í Hollandi en hinn á austurströnd Bandaríkjanna. Íslensk erfðagreining mun halda áfram að skima svo lengi sem þörf er á að sögn Kára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. 14. mars 2020 12:32
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17