Vonast til að VÍS hafi unnið heimavinnuna vel Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Hún var gestur í Bítinu í morgun. Vísir/Egill „Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi. Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
„Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi.
Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira