Þrír skjólstæðingar í sóttkví eftir að starfsmaður Borgarsels greindist með veiruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 12:07 Borgarsel er rekið af hjúkrunarheimilinu Eir en er ekki staðsett í húsnæði þess. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Borgarsels, dagþjálfunar fyrir heilabilaða sem rekin er af hjúkrunarheimilinu Eir og staðsett er í Spönginni, greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag, þann 20. ágúst. Starfsmaðurinn hafði mætt einkennalaus til vinnu þriðjudaginn 18. ágúst en fór hann að öllum sóttvarnareglum sem settar hafa verið á staðnum segir í tilkynningu frá Eir. Þrír skjólstæðingar sem taldir eru meira útsettir fyrir veirunni og fjórir starfsmenn sem höfðu verið í nálægð við starfsmanninn voru sendir heim í fjórtán daga sóttkví. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Verða þeir aftur skimaðir í lok sóttkvíar, þann 1. september næstkomandi. Borgarsel hefur verið sótthreinsað og unnið er að skipulagningu í samvinnu við sóttvarnalækni og almannavarnir. Aðstaðan hefur verið opnuð á ný. Fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Allir skjólstæðingar Borgarsels, utan þeirra sem eru í sóttkví, verða skimaðir 25. og 26. ágúst. Þar til sóttkvínni lýkur verður starfsemi Borgarsels með breyttu sniði, allir verða hitamældir við komu og snertifletir sótthreinsaðir oftar en venjulega. Síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum Þá er dagurinn í dag síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum, hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ sem rekið er af Eir. Þeir íbúar sem voru í sóttkví verða skimaðir í dag og voru þeir allir, og starfsfólk sem einnig var útsettast fyrir veirunni, skimaðir tvisvar og reyndust allir neikvæðir. Sóttkvínni verður því aflétt í kvöld ef sýnatökur reynast neikvæðar og opnar heimilið því að öllum líkindum á morgun fyrir heimsóknir aðstandenda. Heimsóknarreglur heimilins fara aftur í fyrra horf þ.e. einn aðstandandi má koma í heimsókn daglega, klukkutíma í senn. Viðkomandi skráir komu sína, sprittar hendur og fer beinustu leið til ástvinar síns og síðan beinustu leið út. Eldri borgarar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02 Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46 Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Starfsmaður Borgarsels, dagþjálfunar fyrir heilabilaða sem rekin er af hjúkrunarheimilinu Eir og staðsett er í Spönginni, greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag, þann 20. ágúst. Starfsmaðurinn hafði mætt einkennalaus til vinnu þriðjudaginn 18. ágúst en fór hann að öllum sóttvarnareglum sem settar hafa verið á staðnum segir í tilkynningu frá Eir. Þrír skjólstæðingar sem taldir eru meira útsettir fyrir veirunni og fjórir starfsmenn sem höfðu verið í nálægð við starfsmanninn voru sendir heim í fjórtán daga sóttkví. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Verða þeir aftur skimaðir í lok sóttkvíar, þann 1. september næstkomandi. Borgarsel hefur verið sótthreinsað og unnið er að skipulagningu í samvinnu við sóttvarnalækni og almannavarnir. Aðstaðan hefur verið opnuð á ný. Fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Allir skjólstæðingar Borgarsels, utan þeirra sem eru í sóttkví, verða skimaðir 25. og 26. ágúst. Þar til sóttkvínni lýkur verður starfsemi Borgarsels með breyttu sniði, allir verða hitamældir við komu og snertifletir sótthreinsaðir oftar en venjulega. Síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum Þá er dagurinn í dag síðasti dagur sóttkvíar á Hömrum, hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ sem rekið er af Eir. Þeir íbúar sem voru í sóttkví verða skimaðir í dag og voru þeir allir, og starfsfólk sem einnig var útsettast fyrir veirunni, skimaðir tvisvar og reyndust allir neikvæðir. Sóttkvínni verður því aflétt í kvöld ef sýnatökur reynast neikvæðar og opnar heimilið því að öllum líkindum á morgun fyrir heimsóknir aðstandenda. Heimsóknarreglur heimilins fara aftur í fyrra horf þ.e. einn aðstandandi má koma í heimsókn daglega, klukkutíma í senn. Viðkomandi skráir komu sína, sprittar hendur og fer beinustu leið til ástvinar síns og síðan beinustu leið út.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02 Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46 Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Ekki fleiri smit komið upp á Hömrum Starfsfólk og íbúar sem fóru í sýnatöku eftir að smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hömrum reyndust ekki smitaðir. 15. ágúst 2020 14:02
Íbúar og starfsfólk í sýnatökur í dag Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilinu Hömrum munu fara í sýnatöku í dag ásamt því starfsfólki sem var á vakt með starfsmanni sem reyndist smitaður. 14. ágúst 2020 10:26
Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. 13. ágúst 2020 18:46
Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45