Eyjamenn eru mikið bikarlið: Í níunda sinn í átta liða úrslitunum á tíu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 14:30 Óskar Elías Zoega Óskarsson og félagar í Eyjaliðinu þekkja það vel að spila marga bikarleiki á sumri. Vísir/Daníel Þór Lengjudeildarliðin ÍBV og Fram mætast í kvöld í fyrsta leik átta liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en í boði er sæti í undanúrslitum sem væri frábær árangur hjá b-deildarliði. Leikurinn hefst klukkan 17.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Það er að koma september og því þarf að byrja leikinn svo snemma því það fer að dimma fyrr á kvöld. Eyjamenn og Framarar eru í toppbarráttu Lengjudeildarinnar og að berjast um sæti í Pepsi Max deildinni 2021. Framarar komust upp fyrir Eyjamenn með sigri á Leikni F. í síðustu umferð en það munar bara einu stigi á liðunum. Það er von á góðu ef marka má deildarleik liðanna á dögunum en liðin gerðu þá 4-4 jafntefli í Safarmýrinni í ótrúlegum leik þar sem Eyjamenn komust yfir í 1-0, 2-1 og 4-2. Aron Snær Ingason tryggði Framliðinu jafntefli í uppbótatíma. Mörk ÍBV í leiknum skoruðu Tómas Bent Magnússon, Felix Örn Friðriksson og Gary John Martin en fjórða markið var sjálfsmark. Eyjamenn skoruðu líka sjálfsmark en hin mörk Fram skoruðu Aron Snær, Þórir Guðjónsson og Tryggvi Snær Geirsson. Eyjamenn eru mikið bikarlið og fóru síðasta alla leið í bikarúrslitaleikinn árin 2016 og 2017. ÍBV vann bikarinn seinna árið. Eyjamenn hafa líka nánast verið fastagestir í átta liða úrslitum bikarkeppninnar undanfarin ár. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Eyjaliðsins í átta liða úrslitum á síðustu tíu árum. Framarar eru eftir á móti að spila sinn fyrsta leik í átta liða úrslitunum síðan sumarið 2016 þegar liðið datt út á móti Selfossi. ÍBV í átta liða úrslitunum undanfarin áratug 2020 - Leikur við Fram í kvöld 2019 - Tap á móti Víkingi R. á heimavelli (2-3) 2018 - Duttu út í 16 liða 2017 - Sigur á Víkingi R. á útivelli (2-1) 2016 - Sigur á Breiðabliki á útivelli (3-2) 2015 - Sigur á Fylki á heimavelli (4-0) 2014 - Sigur á Þrótti R á útivelli (1-0) 2013 - Tap á móti KR á heimavelli (0-3) 2012 - Tap á móti KR á heimavelli (1-2) 2011 - Sigur á Fjölni á útivelli (2-1) Mjólkurbikarinn Lengjudeildin ÍBV Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Lengjudeildarliðin ÍBV og Fram mætast í kvöld í fyrsta leik átta liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en í boði er sæti í undanúrslitum sem væri frábær árangur hjá b-deildarliði. Leikurinn hefst klukkan 17.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Það er að koma september og því þarf að byrja leikinn svo snemma því það fer að dimma fyrr á kvöld. Eyjamenn og Framarar eru í toppbarráttu Lengjudeildarinnar og að berjast um sæti í Pepsi Max deildinni 2021. Framarar komust upp fyrir Eyjamenn með sigri á Leikni F. í síðustu umferð en það munar bara einu stigi á liðunum. Það er von á góðu ef marka má deildarleik liðanna á dögunum en liðin gerðu þá 4-4 jafntefli í Safarmýrinni í ótrúlegum leik þar sem Eyjamenn komust yfir í 1-0, 2-1 og 4-2. Aron Snær Ingason tryggði Framliðinu jafntefli í uppbótatíma. Mörk ÍBV í leiknum skoruðu Tómas Bent Magnússon, Felix Örn Friðriksson og Gary John Martin en fjórða markið var sjálfsmark. Eyjamenn skoruðu líka sjálfsmark en hin mörk Fram skoruðu Aron Snær, Þórir Guðjónsson og Tryggvi Snær Geirsson. Eyjamenn eru mikið bikarlið og fóru síðasta alla leið í bikarúrslitaleikinn árin 2016 og 2017. ÍBV vann bikarinn seinna árið. Eyjamenn hafa líka nánast verið fastagestir í átta liða úrslitum bikarkeppninnar undanfarin ár. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Eyjaliðsins í átta liða úrslitum á síðustu tíu árum. Framarar eru eftir á móti að spila sinn fyrsta leik í átta liða úrslitunum síðan sumarið 2016 þegar liðið datt út á móti Selfossi. ÍBV í átta liða úrslitunum undanfarin áratug 2020 - Leikur við Fram í kvöld 2019 - Tap á móti Víkingi R. á heimavelli (2-3) 2018 - Duttu út í 16 liða 2017 - Sigur á Víkingi R. á útivelli (2-1) 2016 - Sigur á Breiðabliki á útivelli (3-2) 2015 - Sigur á Fylki á heimavelli (4-0) 2014 - Sigur á Þrótti R á útivelli (1-0) 2013 - Tap á móti KR á heimavelli (0-3) 2012 - Tap á móti KR á heimavelli (1-2) 2011 - Sigur á Fjölni á útivelli (2-1)
ÍBV í átta liða úrslitunum undanfarin áratug 2020 - Leikur við Fram í kvöld 2019 - Tap á móti Víkingi R. á heimavelli (2-3) 2018 - Duttu út í 16 liða 2017 - Sigur á Víkingi R. á útivelli (2-1) 2016 - Sigur á Breiðabliki á útivelli (3-2) 2015 - Sigur á Fylki á heimavelli (4-0) 2014 - Sigur á Þrótti R á útivelli (1-0) 2013 - Tap á móti KR á heimavelli (0-3) 2012 - Tap á móti KR á heimavelli (1-2) 2011 - Sigur á Fjölni á útivelli (2-1)
Mjólkurbikarinn Lengjudeildin ÍBV Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira