Nýstofnað stéttarfélag segist ranglega aðili að ASÍ og SGS Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 17:13 Bæði Drífa og Björn hafa hafnað því að Kópur sé aðili að ASÍ eða SGS. Vísir/Vilhelm Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira
Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt. Kópur eigi enga aðild að ASÍ og engin samskipti hafi verið á milli sambandsins og nýja stéttarfélagsins. Alþýðusambandið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tekið var fram að Kópur væri ekki hluti sambandsins og væri ekki aðili að neinum kjarasamningum, VIRK, BJARGI, orlofssjóðum, fræðslusjóðum eða sjúkrasjóðum. „Félagar okkar sem fylgjast vel með pólskum síðum þar sem vinnumarkaðsmál eru rædd létu okkur vita af þessu og lýstu miklum áhyggjum af og óskuðu eftir því að við leiðréttum misskilning sem var kominn á flug þarna,“ segir Drífa Snædal formaður ASÍ í samtali við Vísi. ASÍ brást við með útgáfu yfirlýsingar á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Það er alvarlegt mál þegar það er verið að blekkja fólk, verið að fæla fólk til þess að verða af réttindum sem að þau stéttarfélög sem eru innan ASÍ geta boðið upp á. Þetta nýja félag getur ekki boðið upp á þau réttindi,“ segir Drífa. Eins og áður segir er greint frá því að Kópur sé aðili að Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands og þannig aðili að ASÍ. „Þetta er hreinlega ekki rétt,“ segir Drífa og hafnar því að nokkur samskipti hafi verið á milli ASÍ og Kóps. Í samtali við fréttastofu í dag hafnaði Björn Snæbjörnsson, formaður SGS að Kópur sé aðili að sambandinu og segir einnig að engin samskipti hafi verið á milli SGS og Kóps. Í fréttatilkynningu SGS vegna málsins hvetur sambandið launafólk til „að vera á varðbergi gagnvart boðum sem þessum og passa upp á að afsala sér ekki réttindum og kjörum sem félagsmenn í verkalýðshreyfingunni hafa byggt upp og tryggt með baráttu undanfarna áratugi.“ Fyrirheit Kóps séu algerlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að blekkja fólk. „Fyrsta aðgerðin er aðkoma þessum upplýsingum til þeirra sem verið er að reyna að fá til þessa félags undir fölskum forsendum. Koma þessu til okkar pólskumælandi félaga sem virðast hafa verið markhópurinn í þessu. Síðan hugsum við málið áfram ef tilefni er til,“ segir Drífa um næstu skref ASÍ í málinu. Þá segir hún hafa fengið fréttir af því að einhverjir meðlimir ASÍ hafi flutt sig yfir til Kóps en á Facebook síðu Kóps er ferlið sagt auðvelt og hugsanlegir meðlimir hvattir til að dreifa síðunni á meðal Facebook vina sinna. Þá segir stjórnarformaður félagsins, Stanley Pétur Kowal, í færslu dagsettri 30. maí síðastliðinn að loks hafi verið hægt að stofna verkalýðsfélagið Kóp fyrir Pólverja og aðra. Loks væri hægt að vernda réttindi vinnandi fólks. Ekki náðist í Stanley Pétur Kowal, stjórnarformann stéttarfélagsins Kóps, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.
Kjaramál Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira