Tveir skotnir til bana í Kenosha Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 11:18 Mikil mótmæli hafa nú átt sér stað í Kenshoa, þrjú kvöld í röð. AP/David Goldman Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. Skothríð hófst eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöð. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Mótmælin í gær áttu sér að mestu stað við dómshús Kenosha. Mótmælendur voru þó reknir á brott með táragasi og gúmmíkúlum. Að endingu fóru margir mótmælendur en aðrir enduðu hjá bensínstöð skammt frá dómshúsinu. Þar var fyrir hópur vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöðina. Til deilna kom á milli mótmælenda og mannanna sem enduðu með skothríð. Samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel var einn skotinn í höfuðið, annar í bringuna og sá þriðji í handlegginn. Sá er ekki sagður í lífshættu, þó hann sé alvarlega særður. Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan leitar manns vopnuðum riffli og segjast lögregluþjónar sannfærðir um að viðkomandi finnist fljótt. Hér að neðan má sjá aðstæður í frá Kenosha í nótt. Myndbandið byrjar á því að maðurinn sem lögreglan leitar að skýtur tvo aðila sem reyna að stoppa hann. Hann er sagður hafa verið á flótta eftir að hafa skotið einn við bensínstöðina. Lengri útgáfu af því þegar síðari tveir voru skotnir má sjá þar að neðan. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Breaking News: Extended footage of the shooting in Kenosha.#KenoshaProtests#KenoshaShooting#JacobBlake#KenoshaPolicepic.twitter.com/EzRzTKu05s— Saint Patrick, CSP, CRME. (@tuanstpatrick) August 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. Skothríð hófst eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöð. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Mótmælin í gær áttu sér að mestu stað við dómshús Kenosha. Mótmælendur voru þó reknir á brott með táragasi og gúmmíkúlum. Að endingu fóru margir mótmælendur en aðrir enduðu hjá bensínstöð skammt frá dómshúsinu. Þar var fyrir hópur vopnaðra manna sem sögðust vera að verja bensínstöðina. Til deilna kom á milli mótmælenda og mannanna sem enduðu með skothríð. Samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel var einn skotinn í höfuðið, annar í bringuna og sá þriðji í handlegginn. Sá er ekki sagður í lífshættu, þó hann sé alvarlega særður. Enginn hefur verið handtekinn en lögreglan leitar manns vopnuðum riffli og segjast lögregluþjónar sannfærðir um að viðkomandi finnist fljótt. Hér að neðan má sjá aðstæður í frá Kenosha í nótt. Myndbandið byrjar á því að maðurinn sem lögreglan leitar að skýtur tvo aðila sem reyna að stoppa hann. Hann er sagður hafa verið á flótta eftir að hafa skotið einn við bensínstöðina. Lengri útgáfu af því þegar síðari tveir voru skotnir má sjá þar að neðan. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Breaking News: Extended footage of the shooting in Kenosha.#KenoshaProtests#KenoshaShooting#JacobBlake#KenoshaPolicepic.twitter.com/EzRzTKu05s— Saint Patrick, CSP, CRME. (@tuanstpatrick) August 26, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira