Lára gengin á land í Louisiana Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 07:31 Skemmtigarður við ströndina í Galveston í Texas í gærkvöldi. Getty Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. Lára er nú flokkuð sem fjórða stigs fellibylur og er talið að hún gæti valdið gríðarlegri eyðileggingu þar sem vindhraðinn hefur nú náð allt að 67 metrum á sekúndu. Haldi fellibylurinn þessum styrk gæti þetta verið einn öflugasti fellibylurinn til að skella á suðurströnd Bandaríkjanna. Um hálf milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í hluta Texas og Louisiana. BBC segir frá því að Lára hafi gengið á land skömmu eftir miðnætti að staðartíma, um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma, nærri Cameron í Louisiana. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur varað íbúa við því að vera á svæðinu og biðlað til fólks að grípa til aðgerða nú til að hægt sé að koma í veg fyrir manntjón. Er því sagt að halda kyrru fyrir í herberjum fjarri gluggum. „Farið undir borð eða önnur sterkbyggð húsgögn. Notið dýnur, teppi eða kodda til að verja höfuð ykkar og líkama.“ Nærri 200 þúsund heimili í Louisiana eru nú án rafmagns, en í Texas eru þau um 45 þúsund. Fellibylurinn Lára, auk annars sem nefndur hefur verið Marco, hefur nú þegar valdið miklum usla í Karíbahafi og er tala látinna þar nú 24. Lára hefur sótt í sig veðrið síðustu daga og efldist á tímabili um nærri 70 prósent á innan við sólarhring. Bandaríkin Tengdar fréttir Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. Lára er nú flokkuð sem fjórða stigs fellibylur og er talið að hún gæti valdið gríðarlegri eyðileggingu þar sem vindhraðinn hefur nú náð allt að 67 metrum á sekúndu. Haldi fellibylurinn þessum styrk gæti þetta verið einn öflugasti fellibylurinn til að skella á suðurströnd Bandaríkjanna. Um hálf milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í hluta Texas og Louisiana. BBC segir frá því að Lára hafi gengið á land skömmu eftir miðnætti að staðartíma, um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma, nærri Cameron í Louisiana. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur varað íbúa við því að vera á svæðinu og biðlað til fólks að grípa til aðgerða nú til að hægt sé að koma í veg fyrir manntjón. Er því sagt að halda kyrru fyrir í herberjum fjarri gluggum. „Farið undir borð eða önnur sterkbyggð húsgögn. Notið dýnur, teppi eða kodda til að verja höfuð ykkar og líkama.“ Nærri 200 þúsund heimili í Louisiana eru nú án rafmagns, en í Texas eru þau um 45 þúsund. Fellibylurinn Lára, auk annars sem nefndur hefur verið Marco, hefur nú þegar valdið miklum usla í Karíbahafi og er tala látinna þar nú 24. Lára hefur sótt í sig veðrið síðustu daga og efldist á tímabili um nærri 70 prósent á innan við sólarhring.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24