Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 19:40 Frá Kenosha í Bandaríkjunum. AP Photo/David Goldman Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð. Bandaríkin Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð.
Bandaríkin Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira