Ísbjörn drap mann á Svalbarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:54 Ísbjörn gæðir sér á hvalshræi á Svalbarða. Getty/ Arterra Maður lést á Svalbarða eftir árás ísbjarnar í nótt. Enginn annar slasaðist í árásinni en sex ferðamenn voru fluttir undir læknishendur þar sem þau hlutu áfallahjálp, að sögn landstjórans á Svalbarða. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að ísbjörnin hafi ráðist á manninn á fjórða tímanum í nótt. Hann hafði gist í tjaldi á tjaldsvæði vestan við Longyearbyen ásamt hópi annarra sem sögð eru vera reyndir leiðsögumenn. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi og ísbjörninn var skotinn til bana. Landstjórinn á Svalbarða hvetur fólk til að halda sig frá vettvangi árásarinnar. Svæðið verður að líkindum girt af meðan rannsókn stendur yfir. Þetta er í sjötta sinn frá árinu 1971 sem ísbjörn drepur mann á Svalbarða. Það gerðist síðast árið 2011 þegar sautján ára drengur beið bana. Yfirvöldum hafa borist margar tilkynninar um ísbirni nálægt mannabyggðum á síðustu vikum og ekki er talið útilokað að ísbjörninn, sem skotinn var til dauða í nótt, sé meðal þeirra sem hraktir hafa verið á brott á síðustu dögum. Þó lítið sé vitað um atburðarásina í nótt á þessari stundu er talið líklegast að ísbjörninn hafi verið í ætisleit. Ísbirnir á Svalbarða hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu, lítill ís er á svæðinu sem torveldar veiðar þeirra. Þar að auki hafa selir verið af skornum skammti. Af þeim sökum hafa ísbirnirnir þurft að leita sér annarrar fæðu. Noregur Dýr Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Maður lést á Svalbarða eftir árás ísbjarnar í nótt. Enginn annar slasaðist í árásinni en sex ferðamenn voru fluttir undir læknishendur þar sem þau hlutu áfallahjálp, að sögn landstjórans á Svalbarða. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að ísbjörnin hafi ráðist á manninn á fjórða tímanum í nótt. Hann hafði gist í tjaldi á tjaldsvæði vestan við Longyearbyen ásamt hópi annarra sem sögð eru vera reyndir leiðsögumenn. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi og ísbjörninn var skotinn til bana. Landstjórinn á Svalbarða hvetur fólk til að halda sig frá vettvangi árásarinnar. Svæðið verður að líkindum girt af meðan rannsókn stendur yfir. Þetta er í sjötta sinn frá árinu 1971 sem ísbjörn drepur mann á Svalbarða. Það gerðist síðast árið 2011 þegar sautján ára drengur beið bana. Yfirvöldum hafa borist margar tilkynninar um ísbirni nálægt mannabyggðum á síðustu vikum og ekki er talið útilokað að ísbjörninn, sem skotinn var til dauða í nótt, sé meðal þeirra sem hraktir hafa verið á brott á síðustu dögum. Þó lítið sé vitað um atburðarásina í nótt á þessari stundu er talið líklegast að ísbjörninn hafi verið í ætisleit. Ísbirnir á Svalbarða hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu, lítill ís er á svæðinu sem torveldar veiðar þeirra. Þar að auki hafa selir verið af skornum skammti. Af þeim sökum hafa ísbirnirnir þurft að leita sér annarrar fæðu.
Noregur Dýr Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira