Fundu skýringu á brennisteinslykt af heita vatninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 10:57 Kórahverfi Kópavogs. vísir/vilhelm Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn. Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn.
Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01