KSÍ fékk engar ábendingar um brotalamir varðandi áhorfendur Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 11:15 Sótthreinsa ber bolta í hvert sinn sem hann fer út af í fótboltaleikjum, samkvæmt sóttvarnareglum KSÍ sem sóttvarnalæknir samþykkti. VÍSIR/VILHELM Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00