Fólk verði að vera meðvitað um þyngri greiðslubyrði ef vextir hækka Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 14:41 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki Bankastjóri Íslandsbanka segir að lántakar þurfi að vera meðvitaðir um að vextir geti hækkað aftur, með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Ef svo færi þyrfti fólk að vera með ákveðið svigrúm í heimilisbókhaldinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Birna Einarsdóttir bankastjóri var í viðtali í Bítinu í morgun. Þar sagðist hún vissulega hafa áhyggjur af því að greiðslur af óverðtryggðum lánum geti hækkað verulega verði stýrivextir hækkaðir. Færst hefur í aukana að fólk taki óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Seðlabankans, benti á það í viðtali við Morgunblaðið að afborganir gætu hækkað verulega. Allt að 50 prósent samkvæmt útreikningum blaðsins. „Núna er vaxtarstigið með þessum hætti og við sjáum það að 50 prósent af þeim lánum sem við erum að veita núna eru óverðtryggð. Það gæti náttúrulega gerst að vextir hækki aftur, við höfum alveg séð það í sögulegu samhengi,“ sagði Birna. Hún sagði fólk þurfa að hafa það í huga að vextirnir gætu hækkað aftur. „Auðvitað er freistandi að taka stærri lán í dag því vextir eru svo lágir, en það þarf að hafa það í huga að vextir geta farið upp aftur. Til þess að þú getir staðið við þínar skuldbindingar þá þarf að vera svolítið svigrúm til viðbótar við það sem þú ert að greiða í dag.“ Hún sagði hærri vexti einnig hafa áhrif á verðtryggð lán en það gerðist þó hægar en í tilfelli óverðtryggðra. Meiri stöðugleiki væri að þessu leyti í verðtryggðum lánum en það væru þó ánægjuefni að fleiri væru að taka óverðtryggð lán. Hún telur þó fólk vera skynsamt í þessum efnum. „Það er búið að vera mikið um endurfjármagnanir og það er mjög mikið að gerast á fasteignamarkaði – það er mikil aukning. Mér finnst ekki hægt að segja að allir séu að fara bratt. Mér finnst allir fara með eigið fé í því sem þeir eru að gera og passa sig.“ Bítið Efnahagsmál Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka segir að lántakar þurfi að vera meðvitaðir um að vextir geti hækkað aftur, með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Ef svo færi þyrfti fólk að vera með ákveðið svigrúm í heimilisbókhaldinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Birna Einarsdóttir bankastjóri var í viðtali í Bítinu í morgun. Þar sagðist hún vissulega hafa áhyggjur af því að greiðslur af óverðtryggðum lánum geti hækkað verulega verði stýrivextir hækkaðir. Færst hefur í aukana að fólk taki óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Seðlabankans, benti á það í viðtali við Morgunblaðið að afborganir gætu hækkað verulega. Allt að 50 prósent samkvæmt útreikningum blaðsins. „Núna er vaxtarstigið með þessum hætti og við sjáum það að 50 prósent af þeim lánum sem við erum að veita núna eru óverðtryggð. Það gæti náttúrulega gerst að vextir hækki aftur, við höfum alveg séð það í sögulegu samhengi,“ sagði Birna. Hún sagði fólk þurfa að hafa það í huga að vextirnir gætu hækkað aftur. „Auðvitað er freistandi að taka stærri lán í dag því vextir eru svo lágir, en það þarf að hafa það í huga að vextir geta farið upp aftur. Til þess að þú getir staðið við þínar skuldbindingar þá þarf að vera svolítið svigrúm til viðbótar við það sem þú ert að greiða í dag.“ Hún sagði hærri vexti einnig hafa áhrif á verðtryggð lán en það gerðist þó hægar en í tilfelli óverðtryggðra. Meiri stöðugleiki væri að þessu leyti í verðtryggðum lánum en það væru þó ánægjuefni að fleiri væru að taka óverðtryggð lán. Hún telur þó fólk vera skynsamt í þessum efnum. „Það er búið að vera mikið um endurfjármagnanir og það er mjög mikið að gerast á fasteignamarkaði – það er mikil aukning. Mér finnst ekki hægt að segja að allir séu að fara bratt. Mér finnst allir fara með eigið fé í því sem þeir eru að gera og passa sig.“
Bítið Efnahagsmál Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira