Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, lék ansi vel á Beroun vellinum á Tékklandi er fyrsti hringur Tipsport Czech Ladies Open fór fram.
Ólafía Þórunn átti ekki von á því að komast inn í þetta mót en hún er með takmarkaðan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Hún þakkaði heldur betur traustið og spilaði á fimm höggum undir pari á fyrsta hringnum og er í 10. sætinu.
Guðrún Brá er hins vegar með keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópa og var á parinu á 16. holu er mótinu var frestað vegna þrumuveðurs.
Guðrún Brá er jöfn nokkrum kylfingum í 53. sætinu en óvíst er hvenær fyrsti hringurinn klárast.