Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 16:00 Bjarkarhlíð er mistöð fyrir þolendur ofbeldis. Aldrei hafa fleiri leitað til samtakanna eins og í júní. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.
Heimilisofbeldi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira