Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 16:00 Bjarkarhlíð er mistöð fyrir þolendur ofbeldis. Aldrei hafa fleiri leitað til samtakanna eins og í júní. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.
Heimilisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira