Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2020 15:35 Mótmælendur hafa safnast saman víðs vegar um Hvíta-Rússland til þess að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi. Vísir/AP Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. Um fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu á fimmtudag. Á meðal þeirra sem var vísað úr landi er sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen samkvæmt frétt The Guardian. Honum var gefinn sólarhringur til þess að koma sér úr landi og var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur á næstu fimm árum. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people’s story. ❤️ pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Þá hafa tveir blaðamenn BBC verið sviptir faggildingu sinni og hefur breska ríkisútvarpið gagnrýnt það opinberlega í yfirlýsingu. Segja þau mikilvægt að íbúar Hvíta-Rússlands geti nálgast hlutlausan fréttaflutning af stöðu mála í landinu. „BBC í Rússlandi, sem nær til yfir fimm milljóna á viku, hefur verið mikilvæg fréttaveita fyrir fólkið í Hvíta-Rússlandi sem og í Rússlandi eftir að mótmælin í kjölfar kosninganna hófust.“ Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who’ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on ‘security in the information sphere’This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Anatoly Glaz, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkasveit landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi er breski utanríkisráðherrann Dominic Raab. Sagði hann þetta vera atlögu að sjálfstæði blaðamanna og til þess fallið að hafa áhrif á hlutlægan og heiðarlegan fréttaflutning. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. Um fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu á fimmtudag. Á meðal þeirra sem var vísað úr landi er sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen samkvæmt frétt The Guardian. Honum var gefinn sólarhringur til þess að koma sér úr landi og var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur á næstu fimm árum. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people’s story. ❤️ pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Þá hafa tveir blaðamenn BBC verið sviptir faggildingu sinni og hefur breska ríkisútvarpið gagnrýnt það opinberlega í yfirlýsingu. Segja þau mikilvægt að íbúar Hvíta-Rússlands geti nálgast hlutlausan fréttaflutning af stöðu mála í landinu. „BBC í Rússlandi, sem nær til yfir fimm milljóna á viku, hefur verið mikilvæg fréttaveita fyrir fólkið í Hvíta-Rússlandi sem og í Rússlandi eftir að mótmælin í kjölfar kosninganna hófust.“ Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who’ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on ‘security in the information sphere’This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Anatoly Glaz, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkasveit landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi er breski utanríkisráðherrann Dominic Raab. Sagði hann þetta vera atlögu að sjálfstæði blaðamanna og til þess fallið að hafa áhrif á hlutlægan og heiðarlegan fréttaflutning.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55