Lokatölur úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2020 08:20 Ning-De-Jesus veiddi þennan 13 punda urriða í Grænavatni og er það stærsti fiskurinn úr Veiðivötnum í sumar. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Þá er stangveiðinni lokið þetta tímabilið í Veiðivötnum og lokatöluir hafa verið teknar saman og eru þær komnar á vefinn. Heildarveiðin í vötnunum þetta árið var 17.570 fiskar sem skiptist þannig að það það veiddust 7.936 urriðar og 9.634 bleikjur. Mesta veiðin var í Snjóölduvatni þar sem 5.293 fiskar veiddust, langmest bleikja um og aðeins yfir eitt pund. Litlisjór gaf 3.042 urriða, Nýjavatn 2.711 fiska, mest smábleikju og svo gáfu Hraunvötn 1.532 urriða en þetta eru einu vötnin sem fóru yfir 1.000 fiska en það er heldur ekkert nýtt. Þyngsti fiskurinn kom úr Grænavatni en það vatn er oftar en ekki með stærsta fiskinn á hverju ári með einhverjum undantekningum þó en sá stærsti úr vötnunum þetta árið var 13 pund. Veiðin er sem fyrr best fyrstu fjóru vikurnar af tímabilinu en heildar veiðin á þeim tíma er um 2/3 af veiði sumarsins. Þetta er um 3.000 fiskum minni veiði en 2019 þegar það veiddust 20.393 fiskar og 2018 veiddust 20.593 fiskar. 'Itarlegri tölfræði og yfirlit yfir veiðina í vötnunum má finna á www.veidivotn.is Stangveiði Mest lesið Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 830 laxar á land í Elliðaánum Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði
Þá er stangveiðinni lokið þetta tímabilið í Veiðivötnum og lokatöluir hafa verið teknar saman og eru þær komnar á vefinn. Heildarveiðin í vötnunum þetta árið var 17.570 fiskar sem skiptist þannig að það það veiddust 7.936 urriðar og 9.634 bleikjur. Mesta veiðin var í Snjóölduvatni þar sem 5.293 fiskar veiddust, langmest bleikja um og aðeins yfir eitt pund. Litlisjór gaf 3.042 urriða, Nýjavatn 2.711 fiska, mest smábleikju og svo gáfu Hraunvötn 1.532 urriða en þetta eru einu vötnin sem fóru yfir 1.000 fiska en það er heldur ekkert nýtt. Þyngsti fiskurinn kom úr Grænavatni en það vatn er oftar en ekki með stærsta fiskinn á hverju ári með einhverjum undantekningum þó en sá stærsti úr vötnunum þetta árið var 13 pund. Veiðin er sem fyrr best fyrstu fjóru vikurnar af tímabilinu en heildar veiðin á þeim tíma er um 2/3 af veiði sumarsins. Þetta er um 3.000 fiskum minni veiði en 2019 þegar það veiddust 20.393 fiskar og 2018 veiddust 20.593 fiskar. 'Itarlegri tölfræði og yfirlit yfir veiðina í vötnunum má finna á www.veidivotn.is
Stangveiði Mest lesið Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 830 laxar á land í Elliðaánum Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði