Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2020 18:46 Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira