Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. ágúst 2020 12:55 Hagfræðingur Landsbankans segir að rekja megi mikinn samdrátt í útflutningi á árinu til samdráttar í ferðaþjónustu. Myndin er tekin á Þingvöllum í júlí en undanfarin sumur hefur vart verið þverfótað fyrir ferðamönnum í þjóðgarðinum. Vísir/Vilhelm Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04