Vilt þú fjárfesta í vopnasölu og mansali? Alma Hafsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 15:30 Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvernig forsvarsmenn góðagerðasamtaka og háskóla réttlæti fyrir sér að starfsemin græði á spilakössum. Hvaða málefni telja þeir svo mikilvægt að engar aðrar leiðir séu færar og hvaða neyð er svo stór að rekstur spilakassa sé siðferðislega réttlætanleg? Lengi hefur verið vitað að eina fólkið sem spilar í þessum spilakössum eru spilafíklar sem misst hafa tökin og eru ekki að leggja góðgerðamálum lið af fúsum og frjálsum vilja, heldur eru þetta fíklar sem í raun eru að berjast fyrir lífi sínu og tilvist. Þeir vilja ekki vera þarna í margar klukkustundir á dag og mata spilakassana með öllu sínu lífsviðurværi. Hvað fær formenn og forstjóra þessara góðgerðamála til að birtast opinberlega og réttlæta þessa fjáröflun? Af hverju þurfa forsvarsmenn þessara stofnana yfir höfuð að réttlæta spilakassarekstur sinn? Ef skaðinn er enginn? Af hverju mæta formenn þessara góðgerðasamtaka ekki með rannsóknir og kannanir uppi í erminni sem sýna fram á jákvæðar, heilsufarslega og samfélagslega bætandi áhrif þess að spila í spilakössum þeirra öllum stundum fyrir allt sem einstaklingurinn á? Er ekki líka stórundarlegt að góðagerðasamtök, björgunarsveit og meðferðarstofnun séu með almannatengil í vinnu við að skrifa fréttir og svara fyrir slíka fjáröflun? Getum við ekki gert þá kröfu að góðgerðasamtök og háskóli stundi eingöngu fjáröflun sem ekki þarf réttlætingar við, sem er ekki í besta falli siðferðislega vafasöm? En gleymum því ekki að ábyrgðin liggur ekki einvörðungu hjá formönnum þessara samtaka heldur stjórna þeirra. Að sitja í stjórn Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ er ekki bera eitthvað kúl sem lítur vel út á ferilskrá, heldur er ábyrgðin gríðarlega mikil, sér í lagi þegar kemur að því að ákveða með hvaða hætti fjármuna skuli aflað. Nú má vel vera að innan stjórna þessarra samtaka sitji fólk sem vill ekki afla fjár með spilakössum en það er bara ekki nóg að vilja eða hugsa – það þarf að framkvæma. Með því að framkvæma ekki er þetta fólk að taka afstöðu með græðgi,siðleysi og ábyrgðarleysi. Fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja góðgerðasamtökin eru einnig að taka afstöðu. Við heyrum reglulega að fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Innan fjárfestingastefnu lífeyrissjóða okkar gildir til dæmis sú regla að ekki skuli fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða eða selja vopn. Af hverju? Vegna þess að það er siðferðislega rangt. Við sem samfélag státum af friði og því að hér er enginn her. Fæst okkar væru til í að samþykkja slíka fjárfestingu, jafnvel þó hún skilaði okkur betri ávöxtun. Það sama ætti að gilda um starfsemi sem bókstaflega rústar lífi fólks og heilu fjölskyldnanna. Og hvað þá fyrir góðgerðasamtök, sem eftir orðanna hljóðan ættu aðeins að státa af góðum gjörðum. Ýmsir, þar á meðal forsvarsmenn umræddra góðgerðasamtaka, beita iðulega fyrir sér þeim rökum að einhvers staðar frá þurfi peningarnir að koma. Hvers konar réttlæting er það? Ef þau rök eru tekin gild má réttlæta hvaða tegund fjáröflunar sem er. Værir þú tilbúinn að styrkja samtök sem öfluðu fjár með mansali, vopnasölu eða vændi? Af því einhvers staðar frá verða peningarnir að koma! Við svona spurningu myndu þeir sem beita fyrir sig ofangreindum rökum gjarnan segja: “Já en, þetta er löglegt. Mansal, vopnasala og vændi eru það ekki”. Þá vil ég minna á að það sama gilti um fjárhættuspil þegar meint leyfi fyrir spilakössum var veitt Rauða krossinum, Landsbjörg, SÁÁ og Happdrætti Háskóla Íslands. Það er í raun enn svo, sbr. 183 gr. hegningalaga sem leggur blátt bann við fjárhættuspilum og veðmálum. Leyfi sem góðagerðasamtökum þessum var veitt með lögum árið 1994 er fyrir rekstri söfnunarkassa og happdrættisvéla, ekki þeirri fjárhættuspilastarfsemi sem spilakassar eru. Þar og í umfjöllun um frumvarpið er lýst fjáröflun sem á lítið skylt við spilakassana sem starfræktir eru í dag Þú kannt að spyrja: “Hvað eru þá söfnunarkassar og happdrættisvélar?” Það er von þú spyrjir. Hingað til hefur enginn getað svarað þeirri spurningu. Peningum fylgir ábyrgð og þegar almenningur í landinu leggur til peninga til góðgerðamála hljótum við að gera þá kröfu að ekki sé verið að svipta fólk lífsgæðum, jafnvel lífinu sjálfu og að slík samtök séu ekki að skapa slíka eymd og skaða og sýnt hefur verið fram á að spilakassar eru valdir að. Ert þú eða fyrirtæki sem þú ert í forsvari fyrir að styðja við slík góðgerðasamtök? Eða vilt þú gera þá sjálfsögðu kröfu að góðgerðasamtökin sem þú styrkir standi undir nafni og stundi aðeins góðar gjörðir? Höfundur starfar sem fíkni og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvernig forsvarsmenn góðagerðasamtaka og háskóla réttlæti fyrir sér að starfsemin græði á spilakössum. Hvaða málefni telja þeir svo mikilvægt að engar aðrar leiðir séu færar og hvaða neyð er svo stór að rekstur spilakassa sé siðferðislega réttlætanleg? Lengi hefur verið vitað að eina fólkið sem spilar í þessum spilakössum eru spilafíklar sem misst hafa tökin og eru ekki að leggja góðgerðamálum lið af fúsum og frjálsum vilja, heldur eru þetta fíklar sem í raun eru að berjast fyrir lífi sínu og tilvist. Þeir vilja ekki vera þarna í margar klukkustundir á dag og mata spilakassana með öllu sínu lífsviðurværi. Hvað fær formenn og forstjóra þessara góðgerðamála til að birtast opinberlega og réttlæta þessa fjáröflun? Af hverju þurfa forsvarsmenn þessara stofnana yfir höfuð að réttlæta spilakassarekstur sinn? Ef skaðinn er enginn? Af hverju mæta formenn þessara góðgerðasamtaka ekki með rannsóknir og kannanir uppi í erminni sem sýna fram á jákvæðar, heilsufarslega og samfélagslega bætandi áhrif þess að spila í spilakössum þeirra öllum stundum fyrir allt sem einstaklingurinn á? Er ekki líka stórundarlegt að góðagerðasamtök, björgunarsveit og meðferðarstofnun séu með almannatengil í vinnu við að skrifa fréttir og svara fyrir slíka fjáröflun? Getum við ekki gert þá kröfu að góðgerðasamtök og háskóli stundi eingöngu fjáröflun sem ekki þarf réttlætingar við, sem er ekki í besta falli siðferðislega vafasöm? En gleymum því ekki að ábyrgðin liggur ekki einvörðungu hjá formönnum þessara samtaka heldur stjórna þeirra. Að sitja í stjórn Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ er ekki bera eitthvað kúl sem lítur vel út á ferilskrá, heldur er ábyrgðin gríðarlega mikil, sér í lagi þegar kemur að því að ákveða með hvaða hætti fjármuna skuli aflað. Nú má vel vera að innan stjórna þessarra samtaka sitji fólk sem vill ekki afla fjár með spilakössum en það er bara ekki nóg að vilja eða hugsa – það þarf að framkvæma. Með því að framkvæma ekki er þetta fólk að taka afstöðu með græðgi,siðleysi og ábyrgðarleysi. Fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja góðgerðasamtökin eru einnig að taka afstöðu. Við heyrum reglulega að fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Innan fjárfestingastefnu lífeyrissjóða okkar gildir til dæmis sú regla að ekki skuli fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða eða selja vopn. Af hverju? Vegna þess að það er siðferðislega rangt. Við sem samfélag státum af friði og því að hér er enginn her. Fæst okkar væru til í að samþykkja slíka fjárfestingu, jafnvel þó hún skilaði okkur betri ávöxtun. Það sama ætti að gilda um starfsemi sem bókstaflega rústar lífi fólks og heilu fjölskyldnanna. Og hvað þá fyrir góðgerðasamtök, sem eftir orðanna hljóðan ættu aðeins að státa af góðum gjörðum. Ýmsir, þar á meðal forsvarsmenn umræddra góðgerðasamtaka, beita iðulega fyrir sér þeim rökum að einhvers staðar frá þurfi peningarnir að koma. Hvers konar réttlæting er það? Ef þau rök eru tekin gild má réttlæta hvaða tegund fjáröflunar sem er. Værir þú tilbúinn að styrkja samtök sem öfluðu fjár með mansali, vopnasölu eða vændi? Af því einhvers staðar frá verða peningarnir að koma! Við svona spurningu myndu þeir sem beita fyrir sig ofangreindum rökum gjarnan segja: “Já en, þetta er löglegt. Mansal, vopnasala og vændi eru það ekki”. Þá vil ég minna á að það sama gilti um fjárhættuspil þegar meint leyfi fyrir spilakössum var veitt Rauða krossinum, Landsbjörg, SÁÁ og Happdrætti Háskóla Íslands. Það er í raun enn svo, sbr. 183 gr. hegningalaga sem leggur blátt bann við fjárhættuspilum og veðmálum. Leyfi sem góðagerðasamtökum þessum var veitt með lögum árið 1994 er fyrir rekstri söfnunarkassa og happdrættisvéla, ekki þeirri fjárhættuspilastarfsemi sem spilakassar eru. Þar og í umfjöllun um frumvarpið er lýst fjáröflun sem á lítið skylt við spilakassana sem starfræktir eru í dag Þú kannt að spyrja: “Hvað eru þá söfnunarkassar og happdrættisvélar?” Það er von þú spyrjir. Hingað til hefur enginn getað svarað þeirri spurningu. Peningum fylgir ábyrgð og þegar almenningur í landinu leggur til peninga til góðgerðamála hljótum við að gera þá kröfu að ekki sé verið að svipta fólk lífsgæðum, jafnvel lífinu sjálfu og að slík samtök séu ekki að skapa slíka eymd og skaða og sýnt hefur verið fram á að spilakassar eru valdir að. Ert þú eða fyrirtæki sem þú ert í forsvari fyrir að styðja við slík góðgerðasamtök? Eða vilt þú gera þá sjálfsögðu kröfu að góðgerðasamtökin sem þú styrkir standi undir nafni og stundi aðeins góðar gjörðir? Höfundur starfar sem fíkni og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun