Enn enginn handtekinn vegna morðsins í Portland Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 08:50 Aaron Danielson var skotinn til bana á aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglan leitar enn að sökudólginum og hefur kallað eftir vitnum. AP/Paula Bronstein Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári Michael Forest Reinoehl, sem grunaður er um að hafa skotið mann til bana í Portland í Bandaríkjunum, aðfaranótt sunnudagsins. Hann er sakaður um að hafa skotið Aaron Danielson, til bana á götum borgarinnar eftir að bílalest stuðningsmanna Donald Trump, forseta, keyrði í gegnum borgina. Danielson var með hatt til stuðnings öfgasamtakanna Patriot Prayer en vinir hans segja hann ekki hafa verið öfgamann. Hann hafi þó haft gaman af því að hrista upp í hlutunum. Þau segja hann alls ekki hafa verið einhvers konar rasista, eins og hann hafi verið málaður á samfélagsmiðlum. Meðlimir Patriot Prayer hafa átt í átökum við aðgerðasinna í Portland um árabil. Samkvæmt frétt Portland Tribune, þar sem blaðamenn ræddu við vini Danielson, hafði hann mætt á önnur gagnmótmæli í Portland á föstudagskvöldinu. Þar var Reinoehl einnig staddur. Vitni segja að Danielson hafi verið að ögra vinstri sinnuðum mótmælendum og hvetja aðra til að veitast að þeim. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Portland um mánaðaskeið.AP/Paula Bronstein Reinoehl mætti einnig á önnur mótmæli á föstudagskvöldinu. Það voru tiltölulega lítil mótmæli við íbúð borgarstjóra Portland. Með honum var tólf ára dóttir hans og bar hún hafnaboltakylfu á mótmælunum, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl er 48 ára gamall. Hann hefur lengi verið viðloðinn mótmælin í Portland og var í sumar ákærður, meðal annars, fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri. Hann er sömuleiðis eftirlýstur vegna götukappaksturs í júní, sem tengist einnig 17 ára syni hans. Hann var þá sakaður um að aka undir áhrifum fíkniefna, ólöglega eign byssu og fyrir að aka án réttinda og ótryggður. Dóttir hans, sem var þá ellefu ára, var með honum í bílnum. Á laugardagskvöldinu, nokkrum klukkustundum áður en hann var skotinn til bana, sást Danielson á gangi með vini sínum, Chandler Pappas, og báðir voru þeir með hatta merkta Patriot Prayer og vopnaðir hnífum og málningarbyssum. Þeir sögðust ætla að tryggja öryggi áðurnefndrar bílalestar. Pappas var með Danielson þegar hann var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband af skotárásinni, sem aðgerðasinni fangaði þegar hann var í beinni útsendingu. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári Michael Forest Reinoehl, sem grunaður er um að hafa skotið mann til bana í Portland í Bandaríkjunum, aðfaranótt sunnudagsins. Hann er sakaður um að hafa skotið Aaron Danielson, til bana á götum borgarinnar eftir að bílalest stuðningsmanna Donald Trump, forseta, keyrði í gegnum borgina. Danielson var með hatt til stuðnings öfgasamtakanna Patriot Prayer en vinir hans segja hann ekki hafa verið öfgamann. Hann hafi þó haft gaman af því að hrista upp í hlutunum. Þau segja hann alls ekki hafa verið einhvers konar rasista, eins og hann hafi verið málaður á samfélagsmiðlum. Meðlimir Patriot Prayer hafa átt í átökum við aðgerðasinna í Portland um árabil. Samkvæmt frétt Portland Tribune, þar sem blaðamenn ræddu við vini Danielson, hafði hann mætt á önnur gagnmótmæli í Portland á föstudagskvöldinu. Þar var Reinoehl einnig staddur. Vitni segja að Danielson hafi verið að ögra vinstri sinnuðum mótmælendum og hvetja aðra til að veitast að þeim. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Portland um mánaðaskeið.AP/Paula Bronstein Reinoehl mætti einnig á önnur mótmæli á föstudagskvöldinu. Það voru tiltölulega lítil mótmæli við íbúð borgarstjóra Portland. Með honum var tólf ára dóttir hans og bar hún hafnaboltakylfu á mótmælunum, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl er 48 ára gamall. Hann hefur lengi verið viðloðinn mótmælin í Portland og var í sumar ákærður, meðal annars, fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri. Hann er sömuleiðis eftirlýstur vegna götukappaksturs í júní, sem tengist einnig 17 ára syni hans. Hann var þá sakaður um að aka undir áhrifum fíkniefna, ólöglega eign byssu og fyrir að aka án réttinda og ótryggður. Dóttir hans, sem var þá ellefu ára, var með honum í bílnum. Á laugardagskvöldinu, nokkrum klukkustundum áður en hann var skotinn til bana, sást Danielson á gangi með vini sínum, Chandler Pappas, og báðir voru þeir með hatta merkta Patriot Prayer og vopnaðir hnífum og málningarbyssum. Þeir sögðust ætla að tryggja öryggi áðurnefndrar bílalestar. Pappas var með Danielson þegar hann var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband af skotárásinni, sem aðgerðasinni fangaði þegar hann var í beinni útsendingu. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38