Ánægður þegar ég lít á það sem ég hefði misst af með Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2020 15:00 Lars Lagerbäck stýrði Íslandi á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni, þar sem liðið komst í 8-liða úrslit. VÍSIR/GETTY Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“ EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Lars Lagerbäck fékk það verkefni í hendurnar að koma norska karlalandsliðinu í fótbolta á sitt fyrsta stórmót í heila tvo áratugi. Hann sér ekki eftir því að hafa snúið aftur í þjálfun, líkt og þegar hann tók við Íslandi. Lagerbäck er orðinn 72 ára gamall en segist njóta þess í botn að vinna með „gullkynslóð“ Norðmanna – mönnum á borð við Erling Braut Haaland og Martin Ödegaard. Noregur leikur, líkt og Ísland, í umspili um sæti á EM nú í haust. Norðmenn fá landslið Serbíu í heimsókn í október og sigurliðið mætir svo Skotlandi eða Ísrael í nóvember í úrslitaleik um sæti á EM. Lagerbäck hugðist hætta þjálfun eftir að hafa stýrt Nígeríu á HM 2010, en tók svo við Íslandi undir lok árs 2011. Aftur ætlaði hann að hætta eftir að hafa stýrt Íslandi, en tók þess í stað við Noregi 2017. Aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan „Þetta er bara stórkostlegt starf og ég fæ enn mikið út úr því að vinna með ungum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Lagerbäck í viðtali við FIFA.com. „Það er rétt að margir í kringum mig telja að ég sé eitthvað klikkaður. En það eru ekki mörg störf sem að gefa manni það sama og þjálfunin, og þegar ég lít á það sem ég hefði misst af ef ég hefði hætt áður en ég tók við Íslandi, þá er ég ansi ánægður með ákvörðun mína,“ sagði Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom Íslandi á sitt fyrsta stórmót og gott betur, eða í 8-liða úrslit EM. „Þetta er eins með Noreg núna. Það er langt síðan að liðið komst á stórmót og ég var spenntur yfir þeirri áskorun að breyta því. Og það eru frábærir, ungir leikmenn í liðinu. Ég hef þjálfað í mjög langan tíma og ég held að ég hafi aldrei verið með hóp ungra leikmanna eins og þennan,“ sagði Svíinn. Stjörnurnar setja liðið í algjöran forgang Hann hrósar Haaland og Ödegaard í hástert og segir þessar ungu knattspyrnustjörnur ekki láta velgengnina stíga sér til höfuðs. Haaland sé eins og blanda af Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic, og Ödegaard sé ekki bara með einstaka tækni og auga fyrir spili heldur mjög góður í að verjast. Lagerbäck var spurður út í þá áskorun að finna réttu blönduna af ungum leikmönnum og þeim reynslumeiri. „Sem þjálfari þarf maður alltaf að finna jafnvægi en ég er heppinn með alla þessa leikmenn – unga sem aldna – að þeir eru góðir karakterar sem njóta þess að koma saman í landsliðinu. Þeir ná allir mjög vel saman og, sem betur fer, setja þeir liðið í fyrsta sæti í öllu sem þeir gera. Ég held að það sé karaktereinkenni fólks á Norðurlöndunum og ég tel mig heppinn að vera með leikmenn með svona hugarfar.“
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Tengdar fréttir „Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
„Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. 21. mars 2020 15:30