Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2020 19:00 Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. Mótmælin hófust áður en hinar opinberu niðurstöður lágu fyrir, en landskjörstjórn sagði Lúkasjenko hafa fengið um áttatíu prósent atkvæða og þannig náð endurkjöri. Mikill fjöldi landsmanna hefur neitað að viðurkenna niðurstöðurnar. Það hafa mótframbjóðendur Lúkasjenkos og Evrópusambandið ekki heldur gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan segir brögð í tafli í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenko hefur unnið allar forsetakosningar í sögu landsins og hefur verið sakaður um svindl í öllum utan þeirra fyrstu. Því þjálfaði stjórnarandstaðan þúsundir landsmanna í aðdraganda kosninganna til þess að fylgjast með framkvæmd þeirra. Þessir kosningastarfsmenn segjast nú hafa orðið vitni að svindli. „Ég kvað mér til hljóðs þegar ég sá yfirmann á kjörstað setja kjörseðla þar sem merkt var við aðra en Lúkasjenko í bunka með kjörseðlum þar sem merkt var við forsetann. Mér var sagt að róa mig niður, sagði Valería Artíkovskaja kosningastarfsmaður við AP. Alexander Komíts, eftirlitsmaður á vegum samtakanna Heiðarlegt fólk, sagði að vegna svindls vissi trúlega enginn, ekki einu sinni landskjörstjórn, hvernig kosningarnar fóru í raun og veru. Gögn sem samtökin hafa í fórum sýnum sýni þó fram á að kosningunum hafi verið hagrætt og að stjórnarandstæðingurinn Svíatlana Tsíkanúskaja hafi fengið mun fleiri atkvæði en segir í hinum opinberu niðurstöðum. Hvíta-Rússland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. Mótmælin hófust áður en hinar opinberu niðurstöður lágu fyrir, en landskjörstjórn sagði Lúkasjenko hafa fengið um áttatíu prósent atkvæða og þannig náð endurkjöri. Mikill fjöldi landsmanna hefur neitað að viðurkenna niðurstöðurnar. Það hafa mótframbjóðendur Lúkasjenkos og Evrópusambandið ekki heldur gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan segir brögð í tafli í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenko hefur unnið allar forsetakosningar í sögu landsins og hefur verið sakaður um svindl í öllum utan þeirra fyrstu. Því þjálfaði stjórnarandstaðan þúsundir landsmanna í aðdraganda kosninganna til þess að fylgjast með framkvæmd þeirra. Þessir kosningastarfsmenn segjast nú hafa orðið vitni að svindli. „Ég kvað mér til hljóðs þegar ég sá yfirmann á kjörstað setja kjörseðla þar sem merkt var við aðra en Lúkasjenko í bunka með kjörseðlum þar sem merkt var við forsetann. Mér var sagt að róa mig niður, sagði Valería Artíkovskaja kosningastarfsmaður við AP. Alexander Komíts, eftirlitsmaður á vegum samtakanna Heiðarlegt fólk, sagði að vegna svindls vissi trúlega enginn, ekki einu sinni landskjörstjórn, hvernig kosningarnar fóru í raun og veru. Gögn sem samtökin hafa í fórum sýnum sýni þó fram á að kosningunum hafi verið hagrætt og að stjórnarandstæðingurinn Svíatlana Tsíkanúskaja hafi fengið mun fleiri atkvæði en segir í hinum opinberu niðurstöðum.
Hvíta-Rússland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira