Umræða um breyttan holufjölda golfvalla orðin háværari Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 20:05 Golfað í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallahönnuður segir að undanfarið hafi umræða um hvort golfvellir þurfi að vera annað hvort átján eða níu brautir farið að verða meiri og háværari. Þetta kom fram í máli hans í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru núna 12 ár síðan að ég fór fyrst að hugsa um þessi mál. Hugmyndin teiknaði bara á teikniborðinu hjá mér, að mér fannst ég vera með verkefni á borðinu þar sem landssvæðið gaf af sér ákveðinn fjölda brauta sem voru þá náttúrulegastar, kostaði minnst að gera og væru skemmtilegastar að spila. Af hverju skyldi ég þá reyna að troða fleiri brautum þar inn í eða fækka þeim og slíta þær í sundur ef þannig væri, og enda þannig með verri vöru?“ spyr Edwin. Við nánari skoðun segist Edwin þá hafa komist að því að í sögu golfs hafi vellirnir mun lengur verið frjálsir hvað varðar holufjölda heldur en steyptir í níu eða átján brauta velli. Golfið sé um 600 ára gömul íþrótt en fjöldi brauta hafi aðeins verið staðlaður í um fjórðung þess tíma. Þá bendir Edwin á að völlurinn að Brautarholti á Kjalarnesi sé einn sá vinsælasti hér á landi meðal erlendra kylfinga. Völlurinn er tólf brautir. „Það eru vangaveltur hjá nokkrum öðrum klúbbum að jafnvel stækka úr níu í tólf. Svo er það nú þannig að hér á Íslandi var haldin fyrsta landskeppni í golfi á heimsvísu, í flokki fullorðinna, á golfvelli sem hafði færri en 18 holur,“ segir Edwin, en Íslandsmótið í holukeppni fór fram á 13 holum í Vestmannaeyjum árið 2017. Edwin segir það þá ekki vera neitt launungarmál að golfvellir taki mikið pláss. Hann segir sífellt verða erfiðara að bjóða upp á golf, og þá sérstaklega í þéttbýli, vegna þessa. Hann segir að með því að staðla ekki brautafjölda golfvalla myndist aukinn sveigjanleiki til þess að vernda svæði sem eru viðkvæm út frá umhverfissjónarmiðum og að blanda golfinu saman við aðra útivist. „Einnig þá hefur þú miklu meiri getu til að nýta landslagið sem náttúran gefur þér.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Edwin í heild sinni. Reykjavík síðdegis Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallahönnuður segir að undanfarið hafi umræða um hvort golfvellir þurfi að vera annað hvort átján eða níu brautir farið að verða meiri og háværari. Þetta kom fram í máli hans í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta eru núna 12 ár síðan að ég fór fyrst að hugsa um þessi mál. Hugmyndin teiknaði bara á teikniborðinu hjá mér, að mér fannst ég vera með verkefni á borðinu þar sem landssvæðið gaf af sér ákveðinn fjölda brauta sem voru þá náttúrulegastar, kostaði minnst að gera og væru skemmtilegastar að spila. Af hverju skyldi ég þá reyna að troða fleiri brautum þar inn í eða fækka þeim og slíta þær í sundur ef þannig væri, og enda þannig með verri vöru?“ spyr Edwin. Við nánari skoðun segist Edwin þá hafa komist að því að í sögu golfs hafi vellirnir mun lengur verið frjálsir hvað varðar holufjölda heldur en steyptir í níu eða átján brauta velli. Golfið sé um 600 ára gömul íþrótt en fjöldi brauta hafi aðeins verið staðlaður í um fjórðung þess tíma. Þá bendir Edwin á að völlurinn að Brautarholti á Kjalarnesi sé einn sá vinsælasti hér á landi meðal erlendra kylfinga. Völlurinn er tólf brautir. „Það eru vangaveltur hjá nokkrum öðrum klúbbum að jafnvel stækka úr níu í tólf. Svo er það nú þannig að hér á Íslandi var haldin fyrsta landskeppni í golfi á heimsvísu, í flokki fullorðinna, á golfvelli sem hafði færri en 18 holur,“ segir Edwin, en Íslandsmótið í holukeppni fór fram á 13 holum í Vestmannaeyjum árið 2017. Edwin segir það þá ekki vera neitt launungarmál að golfvellir taki mikið pláss. Hann segir sífellt verða erfiðara að bjóða upp á golf, og þá sérstaklega í þéttbýli, vegna þessa. Hann segir að með því að staðla ekki brautafjölda golfvalla myndist aukinn sveigjanleiki til þess að vernda svæði sem eru viðkvæm út frá umhverfissjónarmiðum og að blanda golfinu saman við aðra útivist. „Einnig þá hefur þú miklu meiri getu til að nýta landslagið sem náttúran gefur þér.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Edwin í heild sinni.
Reykjavík síðdegis Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira