Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2020 06:54 Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. Pelosi hefur ítrekað gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, fyrir að nota ekki grímu og þá mega hárgreiðslustofur í San Fransisco ekki hafa opið, og þar með bjóða upp á þjónustu innandyra, vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er fram kemur í frétt BBC komst sjónvarpsstöðin Fox News yfir myndir af Pelosi inni á hárgreiðslustofunni en með því braut hún sóttvarnareglur borgaryfirvalda í San Francisco. Hárgreiðslustofur í borginni hafa verið lokaðar í lengri tíma en frá og með gærdeginum mátti klippa utandyra. Talsmaður Pelosi hefur sagt að hún hafi ekki vitað að hún væri að brjóta sóttvarnareglur. Á myndunum sést hvar hárgreiðslumaður með grímu labbar á eftir henni. „Hárgreiðslustofan bauð forseta fulltrúadeildarinnar að koma á mánudag og sögðu henni að samkvæmt leyfi frá borginni mættu þeir vera með einn viðskiptavin inni í einu. Hún fór eftir öllum reglum eins og þær voru kynntar af hárgreiðslustofunni,“ sagði talsmaðurinn. Pelosi hefur lagt ríka áherslu á að almenningur fylgi þeim viðmiðum smit- og sóttvarnayfirvalda í Bandaríkjunum að nota grímu, ekki hvað síst í aðstæðum þar sem erfitt er að halda fjarlægðarmörkum. Erica Kious, eigandi hárgreiðslustofunnar, sagði í viðtali við Fox News að hún leigði út stól til hárgreiðslumanns sem hefði látið hana vita af því að aðstoðarmaður Pelosi hefði hringt og sagt að hún vildi koma í þvott og blástur. „Það var blaut tuska í andlitið að hún skuli hafa farið inn, að henni finnist hún geta farið inn og gert það sem henni sýnist á meðan enginn annar má fara inn og ég get ekki unnið,“ sagði Kious. Bandaríkin Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. Pelosi hefur ítrekað gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, fyrir að nota ekki grímu og þá mega hárgreiðslustofur í San Fransisco ekki hafa opið, og þar með bjóða upp á þjónustu innandyra, vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er fram kemur í frétt BBC komst sjónvarpsstöðin Fox News yfir myndir af Pelosi inni á hárgreiðslustofunni en með því braut hún sóttvarnareglur borgaryfirvalda í San Francisco. Hárgreiðslustofur í borginni hafa verið lokaðar í lengri tíma en frá og með gærdeginum mátti klippa utandyra. Talsmaður Pelosi hefur sagt að hún hafi ekki vitað að hún væri að brjóta sóttvarnareglur. Á myndunum sést hvar hárgreiðslumaður með grímu labbar á eftir henni. „Hárgreiðslustofan bauð forseta fulltrúadeildarinnar að koma á mánudag og sögðu henni að samkvæmt leyfi frá borginni mættu þeir vera með einn viðskiptavin inni í einu. Hún fór eftir öllum reglum eins og þær voru kynntar af hárgreiðslustofunni,“ sagði talsmaðurinn. Pelosi hefur lagt ríka áherslu á að almenningur fylgi þeim viðmiðum smit- og sóttvarnayfirvalda í Bandaríkjunum að nota grímu, ekki hvað síst í aðstæðum þar sem erfitt er að halda fjarlægðarmörkum. Erica Kious, eigandi hárgreiðslustofunnar, sagði í viðtali við Fox News að hún leigði út stól til hárgreiðslumanns sem hefði látið hana vita af því að aðstoðarmaður Pelosi hefði hringt og sagt að hún vildi koma í þvott og blástur. „Það var blaut tuska í andlitið að hún skuli hafa farið inn, að henni finnist hún geta farið inn og gert það sem henni sýnist á meðan enginn annar má fara inn og ég get ekki unnið,“ sagði Kious.
Bandaríkin Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira