Óttast um líf barna í sunnanverðri Afríku vegna matarskorts Heimsljós 2. september 2020 10:52 Barnaheill - Save the Children Óttast er að 67 þúsund börn í löndum Afríku sunnan Sahara svelti í hel fyrir árslok, að mati Barnaheilla – Save the Children. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til aukins matarskorts og ástandið var bágborið fyrir. Samkvæmt greiningu sem birtist í breska læknaritinu The Lancet er talin hætta á því að 426 börn kunni að deyja af sulti dag hvern verði ekki þegar gripið til aðgerða. Margvísleg hremmingar hafa gengið yfir þennan heimshluta á árinu sem valdið hafa matarskorti, meðal annars ægileg flóð og engisprettufaraldrar, ásamt hækkun á verði nauðsynja. COVID-19 bætti gráu ofan á svart með því að ræna fólk lifibrauðinu og hafa lamandi áhrif á efnahag ríkja, auk þess sem grunnþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu ræður engan veginn við vandann. Fyrr á árinu var talið að fátækt í sunnanverðri Afríku myndi aukast um 23% og samkvæmt spám fram til ársins 2030 er talið að 433 milljónir íbúar í Afríku allri búi þá við næringarskort. „Lífið var erfitt fyrir mig og fjölskyldu mína en ég vann mikið og við komumst af. Með kórónuveirunni hafa aðstæðurnar versnað. Nú gríp ég í störf endrum og eins. Áður en við fengum stuðning borðuðum við aðeins eina máltíð á dag, morgunverð. Ég hef horft upp á börnin mína fara svöng í svefn. Það er versta tilfinning móður þegar hún getur ekki gefið börnunum sínum að borða,“ segir Ubah, móðir sex barna í Sómalíu í frétt á vef Save the Children. Samtökin hafa brugðist við fæðuskortinum með því að dreifa mat eða reiðufé til fátækra fjölskyldna, tryggja þeim aðgang að hreinu vatn og styðja við þjónustu á sviði næringar- og heilbrigðismála í samræmi við sóttvarnartilmæli á tímum kórónuveiru. Save the Children hefur hins vegar ekki úr miklum fjármunum að spila og kallar eftir auknum framlögum í þágu fátækustu barnanna í heiminum. Vefur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Óttast er að 67 þúsund börn í löndum Afríku sunnan Sahara svelti í hel fyrir árslok, að mati Barnaheilla – Save the Children. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til aukins matarskorts og ástandið var bágborið fyrir. Samkvæmt greiningu sem birtist í breska læknaritinu The Lancet er talin hætta á því að 426 börn kunni að deyja af sulti dag hvern verði ekki þegar gripið til aðgerða. Margvísleg hremmingar hafa gengið yfir þennan heimshluta á árinu sem valdið hafa matarskorti, meðal annars ægileg flóð og engisprettufaraldrar, ásamt hækkun á verði nauðsynja. COVID-19 bætti gráu ofan á svart með því að ræna fólk lifibrauðinu og hafa lamandi áhrif á efnahag ríkja, auk þess sem grunnþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu ræður engan veginn við vandann. Fyrr á árinu var talið að fátækt í sunnanverðri Afríku myndi aukast um 23% og samkvæmt spám fram til ársins 2030 er talið að 433 milljónir íbúar í Afríku allri búi þá við næringarskort. „Lífið var erfitt fyrir mig og fjölskyldu mína en ég vann mikið og við komumst af. Með kórónuveirunni hafa aðstæðurnar versnað. Nú gríp ég í störf endrum og eins. Áður en við fengum stuðning borðuðum við aðeins eina máltíð á dag, morgunverð. Ég hef horft upp á börnin mína fara svöng í svefn. Það er versta tilfinning móður þegar hún getur ekki gefið börnunum sínum að borða,“ segir Ubah, móðir sex barna í Sómalíu í frétt á vef Save the Children. Samtökin hafa brugðist við fæðuskortinum með því að dreifa mat eða reiðufé til fátækra fjölskyldna, tryggja þeim aðgang að hreinu vatn og styðja við þjónustu á sviði næringar- og heilbrigðismála í samræmi við sóttvarnartilmæli á tímum kórónuveiru. Save the Children hefur hins vegar ekki úr miklum fjármunum að spila og kallar eftir auknum framlögum í þágu fátækustu barnanna í heiminum. Vefur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent