Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2020 12:27 Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. Óli Björn Kárason telur að sölutryggingin gæti verið fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana. Vísir/Sigurjón Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“ Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“
Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24