Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2020 12:27 Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. Óli Björn Kárason telur að sölutryggingin gæti verið fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana. Vísir/Sigurjón Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“ Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“
Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24