Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 22:30 Robert Redfield, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, skrifaði undir bréf til heilbrigðisyfirvalda alls staðar í Bandaríkjunum þar sem þeim var sagt að búa sig undir að byrja að dreifa bóluefni til ákveðinna hópa. Vísir/EPA Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. Sumir sérfræðingar óttast að farið sé of geyst í þróun bóluefnis af pólitískum ástæðum. Skjöl með leiðbeiningunum voru send út sama dag og Donald Trump forseti sagði landsfundi Repúblikanaflokksins að bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, gæti verið tilbúið fyrir lok ársins. Trump á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust, að hluta til vegna óánægju kjósenda með hvernig ríkisstjórn hans hefur brugðist við faraldrinum. Hátt í 200.000 Bandaríkjamenn hafa látist í faraldrinum og hefur hann hvergi verið mannskæðari. Trump hefur því verið áfjáður í að gera minna úr faraldrinum en efni standa til og bera út fréttir sem sérfræðingar segja of bjartsýnar. Í leiðbeiningunum er ríkjum og borgum sagt að búa sig undir að dreifa bóluefni til heilbrigðisstarfsmanna og áhættuhópa fyrir 1. nóvember. Forseta- og þingkosningar fara fram 3. nóvember. New York Times segir að CDC vísi til tveggja ónefndra bóluefna í leiðbeiningunum. Upplýsingar um bóluefnin, þar á meðal hvernig skal geyma þau og blanda, koma heim og saman við þau sem lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna þróa nú. Það eru þau bóluefni sem eru komin lengst í tilraunum. Pfizer sagði á dögunum að fyrirtækið stefndi á að leita eftir vottun yfirvalda jafnvel þegar í október. Yfirvöld í ríkjunum og borgunum eru beðin um að flýta öllum leyfum sem til þarf til að hægt verði að koma upp aðstöðu til að dreifa og geyma bóluefnin sem allra fyrst. CDC segir í skjölunum að „takmarkað“ upplag af bóluefni gegn Covid-19 gæti verið til snemma í nóvember. Svo virðist sem að annað bóluefnanna sem sem vísað er til í leiðbeiningum til bandarískra heilbrigðisyfirvalda sé það sem lyfjarisinn Pfizer vinnur nú að. Fyrirtækið hefur boðað að það gæti sóst eftir vottun yfirvalda þegar í næsta mánuði.Vísir/EPA Óttast að pólitík sé blandað inn í lýðheilsumál Tímasetningin sem kemur fram í leiðbeiningunum CDC veldur sumum sérfræðingum heilabrotum. New York Times segir að lýðheilsusérfræðingar séu á einu máli um að allar opinberar stofnanir á öllum stjórnsýslustigum ættu að búa sig fljótt undir það risavaxna verkefni að dreifa mögulegu bóluefni hratt. Það að nú sé talað um að bóluefnið verði tilbúið rétt fyrir kjördag veldur sumum sérfræðingum áhyggjum af því að Trump-stjórnin reyni að flýta bóluefni, eða að minnsta kosti að skapa væntingar um það, eins og hægt er í aðdraganda kosninganna. AP-fréttastofan hefur eftir lýðheilsu- og bóluefnissérfræðingum að enn sé unnið að því að fá fólk til að taka þátt í tilraunum með bóluefni. Í bestu falli sé það ferli nú hálfnað. „Þessi tímalína um fyrstu dreifingu fyrir lok október er virkilegt áhyggjuefni varðandi að pólitík sé blandað inn í lýðheilsu og mögulegar afleiðingar fyrir öryggi. Það er erfitt að líta ekki á þetta sem tilraun til að fá bóluefni fyrir kosningar,“ segir Saskia Popescu, faraldsfræðingur í Arizona við New York Times. Peter Hoetz, deildarforseti við Baylor-háskóla í Texas, segir AP að hann hafi miklar áhyggjur af því að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna muni nota neyðarheimildir til þess að samþykkja bóluefni áður en vitað sé með vissu hvort það virki og sé öruggt. „Þetta hefur ásýnd glæfrabragðs frekar en raunverulegra áhyggna af lýðheilsu,“ segir Hoetz. Í svipaðan streng tekur Taison Bell, sérfræðingur í lungna- og bráðalækningum við Virginíuháskóla. Hann telur gott að búa heilbrigðiskerfið undir að dreifa bóluefni en tímarammi CDC veki með honum ótta um að ríkisstjórnin muni leggja alla áherslu tímasetninguna sem hefur verið gefin upp á kostnað þess að standa faglega að þróun og vottun bóluefnis. CDC segir í leiðbeiningum sínum um undirbúning fyrir dreifingu bóluefnis eða bóluefna að áætlanirnar séu enn á „tilgátustigi“. Ástand Covid-19-faraldursins taki svo örum breytingum og sviðsmyndin geti breyst þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. Sumir sérfræðingar óttast að farið sé of geyst í þróun bóluefnis af pólitískum ástæðum. Skjöl með leiðbeiningunum voru send út sama dag og Donald Trump forseti sagði landsfundi Repúblikanaflokksins að bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, gæti verið tilbúið fyrir lok ársins. Trump á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust, að hluta til vegna óánægju kjósenda með hvernig ríkisstjórn hans hefur brugðist við faraldrinum. Hátt í 200.000 Bandaríkjamenn hafa látist í faraldrinum og hefur hann hvergi verið mannskæðari. Trump hefur því verið áfjáður í að gera minna úr faraldrinum en efni standa til og bera út fréttir sem sérfræðingar segja of bjartsýnar. Í leiðbeiningunum er ríkjum og borgum sagt að búa sig undir að dreifa bóluefni til heilbrigðisstarfsmanna og áhættuhópa fyrir 1. nóvember. Forseta- og þingkosningar fara fram 3. nóvember. New York Times segir að CDC vísi til tveggja ónefndra bóluefna í leiðbeiningunum. Upplýsingar um bóluefnin, þar á meðal hvernig skal geyma þau og blanda, koma heim og saman við þau sem lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna þróa nú. Það eru þau bóluefni sem eru komin lengst í tilraunum. Pfizer sagði á dögunum að fyrirtækið stefndi á að leita eftir vottun yfirvalda jafnvel þegar í október. Yfirvöld í ríkjunum og borgunum eru beðin um að flýta öllum leyfum sem til þarf til að hægt verði að koma upp aðstöðu til að dreifa og geyma bóluefnin sem allra fyrst. CDC segir í skjölunum að „takmarkað“ upplag af bóluefni gegn Covid-19 gæti verið til snemma í nóvember. Svo virðist sem að annað bóluefnanna sem sem vísað er til í leiðbeiningum til bandarískra heilbrigðisyfirvalda sé það sem lyfjarisinn Pfizer vinnur nú að. Fyrirtækið hefur boðað að það gæti sóst eftir vottun yfirvalda þegar í næsta mánuði.Vísir/EPA Óttast að pólitík sé blandað inn í lýðheilsumál Tímasetningin sem kemur fram í leiðbeiningunum CDC veldur sumum sérfræðingum heilabrotum. New York Times segir að lýðheilsusérfræðingar séu á einu máli um að allar opinberar stofnanir á öllum stjórnsýslustigum ættu að búa sig fljótt undir það risavaxna verkefni að dreifa mögulegu bóluefni hratt. Það að nú sé talað um að bóluefnið verði tilbúið rétt fyrir kjördag veldur sumum sérfræðingum áhyggjum af því að Trump-stjórnin reyni að flýta bóluefni, eða að minnsta kosti að skapa væntingar um það, eins og hægt er í aðdraganda kosninganna. AP-fréttastofan hefur eftir lýðheilsu- og bóluefnissérfræðingum að enn sé unnið að því að fá fólk til að taka þátt í tilraunum með bóluefni. Í bestu falli sé það ferli nú hálfnað. „Þessi tímalína um fyrstu dreifingu fyrir lok október er virkilegt áhyggjuefni varðandi að pólitík sé blandað inn í lýðheilsu og mögulegar afleiðingar fyrir öryggi. Það er erfitt að líta ekki á þetta sem tilraun til að fá bóluefni fyrir kosningar,“ segir Saskia Popescu, faraldsfræðingur í Arizona við New York Times. Peter Hoetz, deildarforseti við Baylor-háskóla í Texas, segir AP að hann hafi miklar áhyggjur af því að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna muni nota neyðarheimildir til þess að samþykkja bóluefni áður en vitað sé með vissu hvort það virki og sé öruggt. „Þetta hefur ásýnd glæfrabragðs frekar en raunverulegra áhyggna af lýðheilsu,“ segir Hoetz. Í svipaðan streng tekur Taison Bell, sérfræðingur í lungna- og bráðalækningum við Virginíuháskóla. Hann telur gott að búa heilbrigðiskerfið undir að dreifa bóluefni en tímarammi CDC veki með honum ótta um að ríkisstjórnin muni leggja alla áherslu tímasetninguna sem hefur verið gefin upp á kostnað þess að standa faglega að þróun og vottun bóluefnis. CDC segir í leiðbeiningum sínum um undirbúning fyrir dreifingu bóluefnis eða bóluefna að áætlanirnar séu enn á „tilgátustigi“. Ástand Covid-19-faraldursins taki svo örum breytingum og sviðsmyndin geti breyst þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24