Hafþór Júlíus lofar því að láta nettröllin líta illa út í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður eins og sést á þessari mynd af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube Box Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube
Box Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn