Landsliðsmennirnir sáttir með fyrstu fjóra þættina af Eurogarðinum Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2020 11:30 Menn tóku þættina á nuddbekknum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fékk að horfa á fyrstu fjóra þættina á Eurogarðinum á Hótel Nordica í vikunni en liðið mætir því enska í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hefð hefur skapast fyrir því að landsliðin fái að sjá áður óséð efni í landsliðsferðum og voru leikmenn landsliðsins sáttir við þættina ef marka má færslu Hannesar Þórs Halldórssonar á Twitter. „Algjör negla,“ segir Hannes Þór sem starfar sem leikstjóri samhliða því að standa milli stanganna hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Fengum forsýningu á Eurogarðinum. Algjör negla 💥@Auddib @SteindiJR @annasvavaknuts @doridna @arnorpalmi vel gert! 👏👏 pic.twitter.com/ukSYVEXZAp— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 2, 2020 Eurogarðurinn fer í sýningu á Stöð 2 þann 27. september. Um er að ræða íslenska leikna sjónvarpsþætti með einvala liði leikara. Með helstu hlutverk fara Jón Gnarr, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Dóri DNA en mörg fleiri kunnugleg andlit munu birtast á skjánum í þessum glænýju þáttum. Kolbeinn Sigþórsson horfir hér einn þátt af Eurogarðinum. Þættirnir eru átta talsins og gerast í Húsdýragarðinum. Eurogarðurinn fjallar um drykkfelldan miðaldra braskara með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir Húsdýragarðinn en karakterinn er leikinn af Jóni Gnarr. Hann hefur stórkostlegar hugmyndir um framtíð garðsins sem hann kallar Eurogarðinn, sem hann sér fyrir sér ná upp í sömu stærðargráðu og Disney-World. Kári Árnason virkar sáttur. Um leikstjórn sér Arnór Pálmi Arnarson sem leikstýrði meðal annars Hæ Gosi, Ligeglad og Áramótaskaupinu 2018. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2 en handritið skrifuðu Anna Svava Knútsdottir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr., Dóri DNA og Arnór Pálmi. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Bíó og sjónvarp Eurogarðurinn Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fékk að horfa á fyrstu fjóra þættina á Eurogarðinum á Hótel Nordica í vikunni en liðið mætir því enska í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hefð hefur skapast fyrir því að landsliðin fái að sjá áður óséð efni í landsliðsferðum og voru leikmenn landsliðsins sáttir við þættina ef marka má færslu Hannesar Þórs Halldórssonar á Twitter. „Algjör negla,“ segir Hannes Þór sem starfar sem leikstjóri samhliða því að standa milli stanganna hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Fengum forsýningu á Eurogarðinum. Algjör negla 💥@Auddib @SteindiJR @annasvavaknuts @doridna @arnorpalmi vel gert! 👏👏 pic.twitter.com/ukSYVEXZAp— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 2, 2020 Eurogarðurinn fer í sýningu á Stöð 2 þann 27. september. Um er að ræða íslenska leikna sjónvarpsþætti með einvala liði leikara. Með helstu hlutverk fara Jón Gnarr, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Dóri DNA en mörg fleiri kunnugleg andlit munu birtast á skjánum í þessum glænýju þáttum. Kolbeinn Sigþórsson horfir hér einn þátt af Eurogarðinum. Þættirnir eru átta talsins og gerast í Húsdýragarðinum. Eurogarðurinn fjallar um drykkfelldan miðaldra braskara með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir Húsdýragarðinn en karakterinn er leikinn af Jóni Gnarr. Hann hefur stórkostlegar hugmyndir um framtíð garðsins sem hann kallar Eurogarðinn, sem hann sér fyrir sér ná upp í sömu stærðargráðu og Disney-World. Kári Árnason virkar sáttur. Um leikstjórn sér Arnór Pálmi Arnarson sem leikstýrði meðal annars Hæ Gosi, Ligeglad og Áramótaskaupinu 2018. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2 en handritið skrifuðu Anna Svava Knútsdottir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr., Dóri DNA og Arnór Pálmi. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum.
Bíó og sjónvarp Eurogarðurinn Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira