Sársvekktir netdrengir og fordómaskarfar létu sig hverfa Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2020 11:35 Þegar Pálína birti þessa mynd af sér og kærustu sinni reyndist það talsverður skellur fyrir ýmsa fylgjendur hennar. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi og sálfræðingur, birti á mánudaginn mynd af sér ásamt kærustu sinni, Maríu Kristínu Árnadóttur, á feykivinsælli Instagram-síðu sinni. Þar hefur hún einkum fjallað um sauðfé og hina íslensku sveit. Við þessa myndbirtingu fuku af lista fylgjenda fjöldi fólks. Fylgjendum sumum brá í brún Þær Pálína og María áttu sambandsafmæli, hafa verið í föstu sambandi í tvö ár og Pálína fagnaði því meðal annars með því að birta mynd af þeim saman. Við það eitt létu hundrað manns sig hverfa af lista yfir þá sem fylgjast með síðunni. „Já, þetta kom mér á óvart,“ segir Pálína í samtali við Vísi. Nokkur flökt er á fylgi á Instagram en í hennar tilfelli er það yfirleitt þannig að fleiri koma á lista en fara af honum. Myndin örlagaríka í öllu sínu veldi. Pálína grætur það ekki þó einhverjir sem setja það fyrir sig að eigandi kinda, sem eru í aðalhlutverki á Instagram-síðu hennar, sé samkynhneigð láti sig hverfa.Pálína Axelsdóttir Njarðvík „En þarna á mánudagskvöldið var mikið stökk. „Unfollow-línan“ rauk upp þarna um sjö leytið,“ segir Pálína en nákvæmar skrár eru fyrirliggjandi um hversu margir skoða síður á Instagram og eru áskrifendur eða fylgjendur mismunandi reikninga. Á annað hundrað manns virðast samkvæmt því skyndilega hafa ákveðið að hætta sem fylgjendur. Pálína segir enga skýringu aðra en þessa tilteknu myndbirtingu. Og hún telur að þar ráði fordómar gegn samkynhneigðum för. „Þetta er örugglega af því að ég er með fylgjendur frá ýmsum heimshornum og hlutirnir eru komnir sorglega stutt víða. Viðhorfin eru í allar áttir.“ Skellur að eigandi kindanna sé ekki gagnkynhneigður Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, segir þessi sterku viðbrögð áhugaverð sem slík. Talsverðra hræinga varð vart í netmælingum í kjölfar þess að Pálína birti myndina. „Að fólk hafi svona sterk neikvæð viðhorf gagnvart mismunandi kynhneigð, svo mjög að þú getir ekki fylgst með kindum á Íslandi af því að eigandi kindanna er samkynhneigð!?“ Vísir hefur áður fjallað um magnað og gott gengi Pálínu á samfélagsmiðlum og hinn mikla áhuga sem sýnir sig á íslensku sveitalífi. Um 42 þúsund manns frá öllum heimshornum fylgjast reglubundið með daglegu lífi á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gegnum Instagram-síðuna Farm Life Iceland, þar sem umfjöllunarefnið er að mestu bú Pálínu og fjölskyldu hennar; meðalstórt sauðfjárbú, 300 kindur á fóðrum yfir vetur og um 20 kýr. Engar áhyggjur þó fordómafullir hætti að fylgjast með kindunum Pálína veltir þessum nýjustu vendingum fyrir sér, þó ekki þannig að það fái sérstaklega á hana. Henni finnst þetta öðrum þræði skondið. „Ég sé mjög mikið eftir þessu fordómafulla fólki og mun sakna þeirra mikið,“ segir hún og hlær. Eða ekki. Henni hafa borist fjölmörg skilaboð eftir að hún greindi frá þessu brotthlaupi fylgjenda, um fimm hundruð skilaboð þar sem fólk segir að gott sé að þetta fordómafulla fólk hafi látið sig hverfa. Pálína og María í réttum. Þessi mynd hefur áður birst á Instagramreikningi Pálínu en hún gerir því skóna að einhverjir hafi talið að þarna væru systur á ferð.Pálína Axelsdóttir Njarðvík „Fólk er yndislegt. Mér gæti ekki staðið meira á sama þó eitthvað fordómafullt lið sé ekki að horfa á kindurnar mínar. Vil frekar hafa einn sem kann að meta mig en hundrað fordómafulla,“ segir Pálína. Draumurinn um ástir í íslenskri sveit dó Hún vill ekki alhæfa um þá sem létu sig hverfa, ekki er endilega víst að þar sé einungis um fordómafulla að ræða heldur gæti einnig verið um að ræða bælda en vongóða netdrengi sem hafa ef til vill látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri sveit. Pálína segir að þeir sem hafa látið í sér heyra hafi einmitt nefnt þann möguleika. „Ég veit það ekki. Ég hef alveg sýnt Maríu áður, hef ekkert verið að fela það. Þannig að þetta hefði ekki átt að koma svona flatt upp á mannskapinn. En þetta hafa greinilega verið nýjar fréttir fyrir einhverja.“ Pálína telur ekki úr vegi að ætla einhverja hafa metið það sem svo, við að sjá saman tvær síðhærðar ungar konur í sveitinni að þar hafi verið um að ræða systur. „Já, kannski einn eða tveir. Skellur,“ segir Pálína. Samfélagsmiðlar Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi og sálfræðingur, birti á mánudaginn mynd af sér ásamt kærustu sinni, Maríu Kristínu Árnadóttur, á feykivinsælli Instagram-síðu sinni. Þar hefur hún einkum fjallað um sauðfé og hina íslensku sveit. Við þessa myndbirtingu fuku af lista fylgjenda fjöldi fólks. Fylgjendum sumum brá í brún Þær Pálína og María áttu sambandsafmæli, hafa verið í föstu sambandi í tvö ár og Pálína fagnaði því meðal annars með því að birta mynd af þeim saman. Við það eitt létu hundrað manns sig hverfa af lista yfir þá sem fylgjast með síðunni. „Já, þetta kom mér á óvart,“ segir Pálína í samtali við Vísi. Nokkur flökt er á fylgi á Instagram en í hennar tilfelli er það yfirleitt þannig að fleiri koma á lista en fara af honum. Myndin örlagaríka í öllu sínu veldi. Pálína grætur það ekki þó einhverjir sem setja það fyrir sig að eigandi kinda, sem eru í aðalhlutverki á Instagram-síðu hennar, sé samkynhneigð láti sig hverfa.Pálína Axelsdóttir Njarðvík „En þarna á mánudagskvöldið var mikið stökk. „Unfollow-línan“ rauk upp þarna um sjö leytið,“ segir Pálína en nákvæmar skrár eru fyrirliggjandi um hversu margir skoða síður á Instagram og eru áskrifendur eða fylgjendur mismunandi reikninga. Á annað hundrað manns virðast samkvæmt því skyndilega hafa ákveðið að hætta sem fylgjendur. Pálína segir enga skýringu aðra en þessa tilteknu myndbirtingu. Og hún telur að þar ráði fordómar gegn samkynhneigðum för. „Þetta er örugglega af því að ég er með fylgjendur frá ýmsum heimshornum og hlutirnir eru komnir sorglega stutt víða. Viðhorfin eru í allar áttir.“ Skellur að eigandi kindanna sé ekki gagnkynhneigður Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, segir þessi sterku viðbrögð áhugaverð sem slík. Talsverðra hræinga varð vart í netmælingum í kjölfar þess að Pálína birti myndina. „Að fólk hafi svona sterk neikvæð viðhorf gagnvart mismunandi kynhneigð, svo mjög að þú getir ekki fylgst með kindum á Íslandi af því að eigandi kindanna er samkynhneigð!?“ Vísir hefur áður fjallað um magnað og gott gengi Pálínu á samfélagsmiðlum og hinn mikla áhuga sem sýnir sig á íslensku sveitalífi. Um 42 þúsund manns frá öllum heimshornum fylgjast reglubundið með daglegu lífi á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gegnum Instagram-síðuna Farm Life Iceland, þar sem umfjöllunarefnið er að mestu bú Pálínu og fjölskyldu hennar; meðalstórt sauðfjárbú, 300 kindur á fóðrum yfir vetur og um 20 kýr. Engar áhyggjur þó fordómafullir hætti að fylgjast með kindunum Pálína veltir þessum nýjustu vendingum fyrir sér, þó ekki þannig að það fái sérstaklega á hana. Henni finnst þetta öðrum þræði skondið. „Ég sé mjög mikið eftir þessu fordómafulla fólki og mun sakna þeirra mikið,“ segir hún og hlær. Eða ekki. Henni hafa borist fjölmörg skilaboð eftir að hún greindi frá þessu brotthlaupi fylgjenda, um fimm hundruð skilaboð þar sem fólk segir að gott sé að þetta fordómafulla fólk hafi látið sig hverfa. Pálína og María í réttum. Þessi mynd hefur áður birst á Instagramreikningi Pálínu en hún gerir því skóna að einhverjir hafi talið að þarna væru systur á ferð.Pálína Axelsdóttir Njarðvík „Fólk er yndislegt. Mér gæti ekki staðið meira á sama þó eitthvað fordómafullt lið sé ekki að horfa á kindurnar mínar. Vil frekar hafa einn sem kann að meta mig en hundrað fordómafulla,“ segir Pálína. Draumurinn um ástir í íslenskri sveit dó Hún vill ekki alhæfa um þá sem létu sig hverfa, ekki er endilega víst að þar sé einungis um fordómafulla að ræða heldur gæti einnig verið um að ræða bælda en vongóða netdrengi sem hafa ef til vill látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri sveit. Pálína segir að þeir sem hafa látið í sér heyra hafi einmitt nefnt þann möguleika. „Ég veit það ekki. Ég hef alveg sýnt Maríu áður, hef ekkert verið að fela það. Þannig að þetta hefði ekki átt að koma svona flatt upp á mannskapinn. En þetta hafa greinilega verið nýjar fréttir fyrir einhverja.“ Pálína telur ekki úr vegi að ætla einhverja hafa metið það sem svo, við að sjá saman tvær síðhærðar ungar konur í sveitinni að þar hafi verið um að ræða systur. „Já, kannski einn eða tveir. Skellur,“ segir Pálína.
Samfélagsmiðlar Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira