Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 16:56 Frá heimili Hagen-hjónanna skömmu eftir að hann var handtekinn í lok apríl. Lögregla hefur haft mikla viðveru í húsinu síðan þá. Vísir/EPA Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um það hvað verið að rannsaka á heimilinu nú en um mánuður er síðan lögreglumenn voru síðast í húsinu. Lögregla telur að hús hjónanna við Sloraveien sé vettvangur morðsins á Anne-Elisabeth en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann hefur verið laus úr haldi síðan í maí og neitar sök. Lögregla hefur haft mikla viðveru á heimilinu síðan Anne-Elisabeth hvarf, einkum strax eftir að Tom var handtekinn í lok apríl. Lögregla óskaði síðast eftir því í ágúst að fá að hafa húsið til umráða í þrjá mánuði. Dómari úrskurðaði hins vegar að lögregla mætti aðeins hafa húsið í mánuð, eða fram til 21. september næstkomandi. Ekki hefur sést til lögreglu við húsið eftir að beiðnin var lögð fram fyrr en nú. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir að húsinu snemma í morgun en yfirgáfu svæðið um klukkan hálf tvö síðdegis að norskum tíma. Ekkert hefur fengist gefið upp um ástæður rannsóknarinnar nú og vísar lögregla til rannsóknarhagsmuna í samtali við norska ríkissjónvarpið, NRK. Anne-Elisabeth var heima hjá sér að Sloraveien þegar hún var numin á brott eða myrt, ef marka má þau gögn sem fram hafa komið í málinu. Þannig var hún í húsinu þegar hún ræddi við son sinn í síma að morgni 31. október 2018. Enginn hefur séð eða heyrt Anne-Elisabeth á lífi síðan. Húsið hefur verið skráð alfarið á nafn Toms Hagen síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Tom lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimilinu á sínum tíma og því fengið kaupmála þeirra hjóna breytt á umræddan hátt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um það hvað verið að rannsaka á heimilinu nú en um mánuður er síðan lögreglumenn voru síðast í húsinu. Lögregla telur að hús hjónanna við Sloraveien sé vettvangur morðsins á Anne-Elisabeth en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann hefur verið laus úr haldi síðan í maí og neitar sök. Lögregla hefur haft mikla viðveru á heimilinu síðan Anne-Elisabeth hvarf, einkum strax eftir að Tom var handtekinn í lok apríl. Lögregla óskaði síðast eftir því í ágúst að fá að hafa húsið til umráða í þrjá mánuði. Dómari úrskurðaði hins vegar að lögregla mætti aðeins hafa húsið í mánuð, eða fram til 21. september næstkomandi. Ekki hefur sést til lögreglu við húsið eftir að beiðnin var lögð fram fyrr en nú. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir að húsinu snemma í morgun en yfirgáfu svæðið um klukkan hálf tvö síðdegis að norskum tíma. Ekkert hefur fengist gefið upp um ástæður rannsóknarinnar nú og vísar lögregla til rannsóknarhagsmuna í samtali við norska ríkissjónvarpið, NRK. Anne-Elisabeth var heima hjá sér að Sloraveien þegar hún var numin á brott eða myrt, ef marka má þau gögn sem fram hafa komið í málinu. Þannig var hún í húsinu þegar hún ræddi við son sinn í síma að morgni 31. október 2018. Enginn hefur séð eða heyrt Anne-Elisabeth á lífi síðan. Húsið hefur verið skráð alfarið á nafn Toms Hagen síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Tom lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimilinu á sínum tíma og því fengið kaupmála þeirra hjóna breytt á umræddan hátt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57
Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27
Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44