Skerðing á leikskólaþjónustu hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 20:04 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira