Fjórir í enska landsliðsinu í sérstökum hefndarhug í Laugardalnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:00 Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í dag, sést hér eftir tapið á móti Íslandi á EM 27. júní 2016. Getty/Catherine Ivill Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira