Fjórir í enska landsliðsinu í sérstökum hefndarhug í Laugardalnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:00 Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í dag, sést hér eftir tapið á móti Íslandi á EM 27. júní 2016. Getty/Catherine Ivill Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira