UNICEF kallar eftir stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút Heimsljós 4. september 2020 10:14 UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir auknum stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að tryggja að öll þau börn sem ættu að hefja nýtt skólaár síðar í mánuðinum geti notið réttinda sinna til menntunar. Nú er mánuður liðinn frá mannskæðu sprengingunum í borginni sem meðal annars eyðilögðu 183 skólabyggingar. Samkvæmt frétt frá UNICEF gjöreyðilagðist fjöldi heimila í sprengingunum, fjölskyldur hafa neyðst til að flytja í tímabundin úrræði og börnin hafa þar með takmarkaðan aðgang að sjónvarpi, útvarpi eða nettengingu fyrir fjarkennslu. „Fjölskyldur sem misstu heimili sín og lífsviðurværi standa einnig frammi fyrir fjárhagslegum hindrunum til styðja við menntun barna sinna. Ofan á það bætist útbreiðsla kórónaveirunnar sem veikir enn frekar tækifæri barna til náms, nema brugðist sé við,“ segir í fréttinni. Að tryggja menntun barna er forgangsatriði hjá UNICEF. Skólinn er ekki eingöngu staður til að læra. Skólinn getur til að mynda veitt börnum stöðugleika og daglega rútínu og hjálpað börnum að vinna úr sálrænum áföllum sem þau hafa orðið fyrir, líkt og er raunin meðal fjölda barna í Beirút eftir sprengingarnar. Um 600 þúsund börn búa innan við 20 kílómetra radíus frá svæðinu þar sem sprengingarnar urðu og mörg þeirra sýna greinileg einkenni áfallastreitu og kvíða. Stórauka þarf stuðning til menntamála UNICEF sendi í dag frá sér stöðuskýrslu um áhrif sprenginganna á börn og fjölskyldur og neyðaraðgerðir samtakanna í kjölfarið. Með skýrslunni biðlar UNICEF til alþjóðasamfélagsins að stórauka stuðning sinn til menntamála til þess að tryggja að börn í Beirút geti hafið nýtt skólaár. UNICEF og samstarfsaðilar vinna nú að því að endurbyggja skólabyggingar og búa þær nýjum tækjum og húsgögnum, þjálfa kennara í að veita sálrænan stuðning, útdeila námsgögnum og hjálpa við að tryggja sóttvarnir. UNICEF vinnur einnig að því að finna nýstárlegar lausnir fyrir fjarkennslu með auknu aðgengi að raftækjum og nettengingu. UNICEF á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun til að bregðast við hörmungunum í Beirút og almenningur á Íslandi brást strax við. „UNICEF vill þakka þeim fjölmörgu einstaklingum sem hafa lagt söfnuninni lið, sem og heimsforeldrum, fyrir að taka þátt í að bæta líf barna með okkur á hverjum degi!,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Líbanon Sprenging í Beirút Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir auknum stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að tryggja að öll þau börn sem ættu að hefja nýtt skólaár síðar í mánuðinum geti notið réttinda sinna til menntunar. Nú er mánuður liðinn frá mannskæðu sprengingunum í borginni sem meðal annars eyðilögðu 183 skólabyggingar. Samkvæmt frétt frá UNICEF gjöreyðilagðist fjöldi heimila í sprengingunum, fjölskyldur hafa neyðst til að flytja í tímabundin úrræði og börnin hafa þar með takmarkaðan aðgang að sjónvarpi, útvarpi eða nettengingu fyrir fjarkennslu. „Fjölskyldur sem misstu heimili sín og lífsviðurværi standa einnig frammi fyrir fjárhagslegum hindrunum til styðja við menntun barna sinna. Ofan á það bætist útbreiðsla kórónaveirunnar sem veikir enn frekar tækifæri barna til náms, nema brugðist sé við,“ segir í fréttinni. Að tryggja menntun barna er forgangsatriði hjá UNICEF. Skólinn er ekki eingöngu staður til að læra. Skólinn getur til að mynda veitt börnum stöðugleika og daglega rútínu og hjálpað börnum að vinna úr sálrænum áföllum sem þau hafa orðið fyrir, líkt og er raunin meðal fjölda barna í Beirút eftir sprengingarnar. Um 600 þúsund börn búa innan við 20 kílómetra radíus frá svæðinu þar sem sprengingarnar urðu og mörg þeirra sýna greinileg einkenni áfallastreitu og kvíða. Stórauka þarf stuðning til menntamála UNICEF sendi í dag frá sér stöðuskýrslu um áhrif sprenginganna á börn og fjölskyldur og neyðaraðgerðir samtakanna í kjölfarið. Með skýrslunni biðlar UNICEF til alþjóðasamfélagsins að stórauka stuðning sinn til menntamála til þess að tryggja að börn í Beirút geti hafið nýtt skólaár. UNICEF og samstarfsaðilar vinna nú að því að endurbyggja skólabyggingar og búa þær nýjum tækjum og húsgögnum, þjálfa kennara í að veita sálrænan stuðning, útdeila námsgögnum og hjálpa við að tryggja sóttvarnir. UNICEF vinnur einnig að því að finna nýstárlegar lausnir fyrir fjarkennslu með auknu aðgengi að raftækjum og nettengingu. UNICEF á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun til að bregðast við hörmungunum í Beirút og almenningur á Íslandi brást strax við. „UNICEF vill þakka þeim fjölmörgu einstaklingum sem hafa lagt söfnuninni lið, sem og heimsforeldrum, fyrir að taka þátt í að bæta líf barna með okkur á hverjum degi!,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Líbanon Sprenging í Beirút Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent