Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 18:48 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/baldur Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. Krabbameinsfélagið sagði í yfirlýsingu í dag að það hefði beðið um „neyðarfund“ með SÍ í kjölfar viðtals í Kastljósi á fimmtudag. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Tryggvi vann sem verktaki fyrir Sjúkratryggingar á sínum tíma en er ekki starfsmaður stofnunarinnar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir í samtali við Vísi að mál Krabbameinsfélagsins sé á mjög viðkvæmu stigi og að bæði Sjúktratryggingar Íslands og Landlæknisembættið séu með það til skoðunar. Sjúkratryggingar hafi ekki talið tilefni til fundar í dag. „Það var mjög óljós tilgangur með þessum fundi þannig að á þessu stigi töldum við ekki rétt að funda.“ Innt eftir því hvort Sjúkratryggingar muni funda með Krabbameinsfélaginu vegna málsins á næstunni segir María að fundað verði þegar það er talið tímabært. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins í dag segir að félagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. Krabbameinsfélagið sagði í yfirlýsingu í dag að það hefði beðið um „neyðarfund“ með SÍ í kjölfar viðtals í Kastljósi á fimmtudag. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Tryggvi vann sem verktaki fyrir Sjúkratryggingar á sínum tíma en er ekki starfsmaður stofnunarinnar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir í samtali við Vísi að mál Krabbameinsfélagsins sé á mjög viðkvæmu stigi og að bæði Sjúktratryggingar Íslands og Landlæknisembættið séu með það til skoðunar. Sjúkratryggingar hafi ekki talið tilefni til fundar í dag. „Það var mjög óljós tilgangur með þessum fundi þannig að á þessu stigi töldum við ekki rétt að funda.“ Innt eftir því hvort Sjúkratryggingar muni funda með Krabbameinsfélaginu vegna málsins á næstunni segir María að fundað verði þegar það er talið tímabært. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins í dag segir að félagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira