„Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 11:44 Kristján Oddsson mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV. Bólusetning við HPV-veiru getur veitt nánast fullkomna vörn við leghálskrabbameini ef hún er gerð áður en konur byrja að stunda kynmök, segir Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana, óháð því hvort þær séu bólusettar eða ekki. Umræða um HPV-veiru, sem veldur krabbameinum, hefur verið mikil undanfarna daga eftir fréttir um mistök við skimanir hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hér á landi eru markaðssett tvö bóluefni gegn HPV og er annað þeirra gefið tólf ára stúlkum til varnar leghálskrabbameini. Hitt bóluefnið ver bæði stúlkur og pilta gegn vörtuveirum og sýkingum vegna HPV. Virknin hins vegar minnkar eftir að konur byrja að stunda kynmök „Gagnsemi bólusetningar er nánast 100 prósent ef það er gert áður en kynmök hefjast. Hins vegar geta ungar konur, og mörg lönd fóru þá leið að bjóða konum til 26 ára aldurs fría bólusetningu. Það hefur verið rætt líka að jafnvel konur til 45 ára aldurs gætu haft gagn af bólusetningu. Með því þá að þær hafi ekki smitast af þeim veirum sem valda þessu því bóluefnið læknar ekki þá sýkingu sem orðið hefur, heldur kemur í veg fyrir hana,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Allar konur geti óskað eftir bólusetningu. „Bóluefnið Cervarix kostar í kringum 50 þúsund krónur í þremur skömmtum. Og með þessu nýgilda bóluefni þá kostar það í kringum 70 þúsund og þá færðu 90 prósent vörn, en með því skilyrði að þú hafir aldrei stundað kynmök.“ Mikilvægast af öllu sé þó að mæta í skimun. „Aðalatriðið í skimun við leghálskrabbameini er að konur mæti þegar þær fá boðun. Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Bólusetning við HPV-veiru getur veitt nánast fullkomna vörn við leghálskrabbameini ef hún er gerð áður en konur byrja að stunda kynmök, segir Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana, óháð því hvort þær séu bólusettar eða ekki. Umræða um HPV-veiru, sem veldur krabbameinum, hefur verið mikil undanfarna daga eftir fréttir um mistök við skimanir hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hér á landi eru markaðssett tvö bóluefni gegn HPV og er annað þeirra gefið tólf ára stúlkum til varnar leghálskrabbameini. Hitt bóluefnið ver bæði stúlkur og pilta gegn vörtuveirum og sýkingum vegna HPV. Virknin hins vegar minnkar eftir að konur byrja að stunda kynmök „Gagnsemi bólusetningar er nánast 100 prósent ef það er gert áður en kynmök hefjast. Hins vegar geta ungar konur, og mörg lönd fóru þá leið að bjóða konum til 26 ára aldurs fría bólusetningu. Það hefur verið rætt líka að jafnvel konur til 45 ára aldurs gætu haft gagn af bólusetningu. Með því þá að þær hafi ekki smitast af þeim veirum sem valda þessu því bóluefnið læknar ekki þá sýkingu sem orðið hefur, heldur kemur í veg fyrir hana,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Allar konur geti óskað eftir bólusetningu. „Bóluefnið Cervarix kostar í kringum 50 þúsund krónur í þremur skömmtum. Og með þessu nýgilda bóluefni þá kostar það í kringum 70 þúsund og þá færðu 90 prósent vörn, en með því skilyrði að þú hafir aldrei stundað kynmök.“ Mikilvægast af öllu sé þó að mæta í skimun. „Aðalatriðið í skimun við leghálskrabbameini er að konur mæti þegar þær fá boðun. Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01
Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent