Fluttu fótboltaleik á milli bæjarfélaga í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 08:30 Það voru stórir pollar á Grýluvelli í Hveragerði í gær. Hér sjást Hamarstelpurnar bregða aðeins á leik eftir að leikurinn var stöðvaður en þær settu smá myndbrot inn á Instagram síðu sína. Mynd/Instagram Það var mikill rigning á suðvesturhorni landsins í gær og það hafði mikil áhrif á einn fótboltaleik sem endaði með því að fara á mikið flakk. Stelpurnar í sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar voru komnar til Hveragerðis í gær til að spila á móti Hamar í 2. deild kvenna. Að baki var langt ferðalag að austan og ekki vinsælt ef þyrfti að fresta leiknum. Rigning sá hins vegar til þess að vallaraðstæður voru langt frá því að vera ákjósanlegar. Fljótlega kom í ljós að það var ekki hægt að spila á vellinum. Leikurinn hófst klukkan 15.00 en dómari þurfti að hætta leik á átjándu mínútu þar sem Grýluvöllur í Hveragerði var algjörlega vatnsósa. Þrír leikmenn úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar léku sér aðeins í pollunum á vellinum eftir að það var búið að stoppa leik.Mynd/Instagram Var þá ákveðið að flytja leikinn inn í fótboltahöll. Sú fótboltahöll var Kórinn í Kópavogi sem var í 41 kílómetra fjarlægð frá Grýluvellinum í Hveragerði. Það mátti fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum félaganna en bæði liðin voru lausnamiðuð þegar kom að því að leita leiða til að hægt væri að klára þennan leik. Hér til vinstri má meðal annars sjá stelpur úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar fíflast aðeins í pollunum á vellinum. Allir leikmenn, starfsmenn og dómarar leiksins drifu sig upp í bíl og keyrðu alla þessa leik og leikurinn var flautaður aftur á skömmu fyrir sex. Þegar honum lauk loksins voru liðnir fimm klukkutímar síðan dómarinn flautaði hann á. Lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar var komið í 1-0 þegar gera þurftu hlé á leiknum og vann hann að lokum 4-0. Bílferðin fór greinilega betur í stelpurnar að austan því þær komust í 3-0 fljótlega eftir að leikurinn var flautaður aftur á í Kórnum. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í harðri baráttu um sæti í Lengjudeildinni og liðið vann þarna mikilvægan sigur. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði mark liðsins á vellinum í Hveragerði strax á fimmtu mínútu en mörkin í Kórnum skoruðu þær Hafdís Ágústsdóttir, Halla Marinósdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir. Íslenski boltinn Hveragerði Kópavogur Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Það var mikill rigning á suðvesturhorni landsins í gær og það hafði mikil áhrif á einn fótboltaleik sem endaði með því að fara á mikið flakk. Stelpurnar í sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar voru komnar til Hveragerðis í gær til að spila á móti Hamar í 2. deild kvenna. Að baki var langt ferðalag að austan og ekki vinsælt ef þyrfti að fresta leiknum. Rigning sá hins vegar til þess að vallaraðstæður voru langt frá því að vera ákjósanlegar. Fljótlega kom í ljós að það var ekki hægt að spila á vellinum. Leikurinn hófst klukkan 15.00 en dómari þurfti að hætta leik á átjándu mínútu þar sem Grýluvöllur í Hveragerði var algjörlega vatnsósa. Þrír leikmenn úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar léku sér aðeins í pollunum á vellinum eftir að það var búið að stoppa leik.Mynd/Instagram Var þá ákveðið að flytja leikinn inn í fótboltahöll. Sú fótboltahöll var Kórinn í Kópavogi sem var í 41 kílómetra fjarlægð frá Grýluvellinum í Hveragerði. Það mátti fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum félaganna en bæði liðin voru lausnamiðuð þegar kom að því að leita leiða til að hægt væri að klára þennan leik. Hér til vinstri má meðal annars sjá stelpur úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar fíflast aðeins í pollunum á vellinum. Allir leikmenn, starfsmenn og dómarar leiksins drifu sig upp í bíl og keyrðu alla þessa leik og leikurinn var flautaður aftur á skömmu fyrir sex. Þegar honum lauk loksins voru liðnir fimm klukkutímar síðan dómarinn flautaði hann á. Lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar var komið í 1-0 þegar gera þurftu hlé á leiknum og vann hann að lokum 4-0. Bílferðin fór greinilega betur í stelpurnar að austan því þær komust í 3-0 fljótlega eftir að leikurinn var flautaður aftur á í Kórnum. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í harðri baráttu um sæti í Lengjudeildinni og liðið vann þarna mikilvægan sigur. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði mark liðsins á vellinum í Hveragerði strax á fimmtu mínútu en mörkin í Kórnum skoruðu þær Hafdís Ágústsdóttir, Halla Marinósdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir.
Íslenski boltinn Hveragerði Kópavogur Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira