„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2020 14:26 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélagi Íslands vegna mistaka við greiningu. Vísir/Egill Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58